Wednesday, January 31, 2007

...þorrinn

...er tekinn hátíðlega á þessu heimili.
Kannski er ekki rétt að tala um hátíð í þessum skilningi, þetta er meira svona áskapað ástand.
Ostarnir sem ég fékk í öllum jólakörfunum var hrúgað inn í ísskáp og mynduðu einhvern veginn ógurlegt dóminó fjall. Eftir því sem á mánuðinn hefur liðið, hefur fjallinu svo vaxið ásmegin og búast má við yfirliði bráðlega. Hvort sem heldur er litið til innbús ísskápssins eða eigandans.
Hins vegar minnir þetta mig alltaf á gamlan vinnufélaga, sem var alinn upp í torfbæ. Súrmeti var daglegur matur vinstri hægri vegna þess að rafmagn var ekki nálægt bænum... og allur matur var bara í þessari gömlu geymsluaðferð.
Eitt sinn í hádegismat, fann hann í ísskápnum gamla skyrdós sem enginn hafði borðað og nú var hún komin mánuð yfir síðasta söludag. Hann hinsvegar opnaði dósina, setti vel í skeið og fékkk góða munnfylli. Gretti sig þvínæst ógurlega og sagði: "Ahhhnndskoti er þetta súrt....". Svo kláraði hann dósina, með miklum stunum og tilfæringum.
Yfir andlit mitt færist því minningarglott þegar ég opna ísskápinn.
Það er gott og óska ég ykkur hins sama.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Húsráð: Næst þegar þú færð ostakörfu og sérð ekki fram á að klára hana áður en ostarnir umbreytast í efnavopn, skaltu henda þeim í frysti. Svo tekurðu einn í einu út og lætur þiðna og ef hann er ekki nothæfur með kexi og ávöxtum, þá bara skerðu hann niður og notar í sósuna eða ofnréttinn.

3:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

eða gefðu einhverjum ostinn áður en mjólkurafurðin fer af sjálfsdáðum á stjá

7:36 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter