Thursday, January 25, 2007

...Ísland er svo lítið land

... að maður kemst ekki hjá því að hrufla olnbogana með reglulegu millibili.

Stundum hittir maður fólk sem á einn eða annan hátt hefur markað líf manns sporum sem aldrei gleymast, en kemur til með að fenna í með tímanum.
Fjöldi vetra, fjöldi verta.
Þetta gerðist í kvöld. Í stuttu spjalli komst ég að raun um það að stúlkan var farin að vinna með fólki sem ég þekki úr þremur mismunandi áttum.

Hrjúf hné,
hrúfir olnbogar.
Deyr sjálfur hið sama!

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter