Friday, January 26, 2007

...símtal

...kl 09.58 heyrði ég símann minn hringja... ég hljóp inn á skrifstofu, rétt tímanlega til að hlusta á síðustu hringinguna kveðja.
Ég þoli ekki þegar það gerist.
Ég kíkti á númerið 421xxxx, og hugsaði: hmm hvaða númer er þetta?
Ég hringdi og það var á tali.
Tveimur mínútum síðar hringdi ég aftur og þá svaraði einhver morgunfúll kall.

Hann: Halló!?!
Langi Sleði: Já góðan dag, það var verið að hringja í mig úr þessu númeri.
Hann: NÚ, ég hef ekkert verið að hringja í allan morgun.
Langi Sleði: Hvað meinarðu, það var ein mínúta síðan þú hringdir.
Hann: Ég er andskotann ekkert búinn að hringja þarna!
Langi Sleði: Ég er ekkert að búa þetta til!
Hann: Eina símtalið sem ég hef hringt í morgun er að ég var að leita að gemsanum mínum... ég finn hann ekki! ... Hvað er símanúmerið þitt?
Langi Sleði: 861 xxxx
Hann: Það er mitt númer!
Langi Sleði: Nei þetta er mitt númer!
Langi Sleði: Ég er búinn að hafa þetta símanúmer frá örófi. Þetta er mitt númer
Hann: Hvað sagðirðu?
Langi Sleði: 861 xxxx
Hann: Þetta er mitt númer! Hvað ert þú að gera með símann minn?
Langi Sleði: Hvað er eiginlega að þér?
Hann: Er ég að rugla (orðinn reiður)? Hvað í andskotanum ert þú að gera með símann minn?
Langi Sleði: Heyrðu vinur, sestu bara niður og hugsaðu allt lífið þitt upp á nýtt því þú ert ekki sá sem þú heldur þig vera!
Hann: Ha?
Langi Sleði: Siturðu?
Hann: Nei!
Langi Sleði: Sestu!
Hann: Afhverju?
Langi Sleði: Svo þú fáir símann þinn aftur!
Langi Sleði: Hvað heitirðu?
Hann: Jón Jónsson, góðugötu 3
Langi Sleði (fór á ja.is): símanúmerið þitt er 831 xxxx ekki 861 xxxx
Hann: Jaaaaááá
Hann: Afsakaðu ónæðið

Góðar stundir
Langi Sleði

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ha, ha, ha, ha.....!

8:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

já, tarna var skondið atvik, svei mér alla daga...

1:13 PM  
Blogger inga hanna said...

margur heldur mig sig.
- nýr vinkill

3:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tíhí. Þetta getur samt gerst!

Ég lenti einu sinni í því, þegar ég keypti frelsiskort að fá númer sem var ennþá í notkun annarsstaðar. Við vorum semsagt tvær með sama númer í tvo daga.

2:02 PM  
Blogger Fríða said...

það minnir mig á það! ég ætla að tékka á því hver hringdi á sunnudaginn var

8:22 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter