Saturday, February 02, 2008

...keppni

...handboltinn var ömurð.
Síðan þá hefur Langi Sleði unnið ötullega í að finna íþrótt sem við Íslendingar gætum verið góðir í.
...og hún er fundin.
Þar sem Langi Sleði hefur óhjákvæmilega þurft að keyra Kringlumýrarbraut oftar en góðu hófi gegnir undanfarið, hefur hann þurft að fylgjast með bændum og öðru dreifbýlisfólki skemmta sér í samhliða akstri.
Fólkið keyrir úr og í borgina oft á dag, líklega til að gefa á garðann eða jafnvel til að mjólka kýrnar. Það er því ekki að furða að bændur og búalið sé í góðri þjálfun.
Þetta væri deild sem KB banki ætti að styrkja.
Þetta gæti meira að segja tryggt þeim stöðugleika.
...Íslendingar bestir í heimi í samhliða akstri.

góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter