Monday, May 21, 2007

...svo hraustur

...þá sjaldan er Langi Sleði fer í apótek, þá er ástandið venjulega þannig að starfsfólkið hringir á sjúkrabíl í stað þess að afgreiða hann um eina panódíl.
Í dag hinsvegar fór ég í apótekið í kremaleiðangur. Ég sá fljótt að ég var óeðlilega hraustur miðað við fólkið í kringum mig. Baugóttir, bognir og brotnir einstaklingar. Sárir, sviðnir og snýtnir einstaklingar.
...og svo alltaf þessi eini sem kaupir plástra í stykkjatali og vomir í nágrenni smokkarekkans.

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Thar er ekkert undarlegt ad Íslendingar séu snýtnir thessa dagana - thad snjóar á landinu og thad í lok maí!! Hvad er ad gerast?

7:07 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter