Tuesday, July 15, 2008

...tvisvar verður sá feginn er á steininn sest

...líklega hefur hvíldin farið illa með Langa Sleða. Nöldrið og sjálfsvorkunnin hefur samt sem áður nagað hann innvortis og ástandið er orðið þannig að lifrin er búin, magasárið blæðir einhverra hluta enn og nú gnístir í beinunum þannig að honum er orðið erfitt um svefn vegna hávaða.
Þá er nú betra að hafa þetta útvortis eins og vörturnar.
Það er ekki eins og það hafi ekki verið til bensín á tankinum. Eins og sú óumræðanlega fyndna frétt sem fæddist er formaður samtaka ofvirkra bætti við sig nýju starfi formannsstarfi samtaka þvaglekasjúklinga. Nú er allt í einu sprottin upp barátta við að koma upp kömrum út um alla borg...nema kannski að menn ætli að fara með auglýsingaherferðina "skítt með kerfið"... mun lengra.
Viss um að Jónína Ben stendur svo á bakvið þetta allt saman.
Veit ekki hvernig eða hvað Langi Sleði tekur sér fyrir hendur hér á síðunni, en við skulum sjá hvort stefnulaust blaður og ósjálfvirkur en oft tilviljanakenndur ásláttur, framkalli ekki eitthvað skemmtilegt.

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter