Saturday, October 22, 2005

...wonderland og æsland

Ég var að horfa á bíómyndina Wonderland í gær. Kvikmynd um hrottaleg morð í ... já þið giskuðuð rétt, Wonderland. Miðpunktur athyglinnar er klámmyndastjarnan John Holmes. Fantafín mynd, ég mæli með henni. Á leiðinni í rúmið, fór ég allt í einu að sjá margt sameiginlegt með mér og John.

Hann var uppdópaður af heróíni og kókaíni, ég af Panodil hot.
Hann var viðriðin hrottaleg morð á félögum sínum, ég tæmdi lífsandann úr tveimur Samuel Adams.
Hann var frægur fyrir að vera langur, ég bókstaflega heiti það.
Svo duttu mér í hug eitt eða tvö atriði í viðbót sem við erum ekkert að opinbera hér.

Hvað um það.
Nýjasta tískubylgjan hér á landi er orðaröðin "svona ummæli dæma sig alveg sjálf".
Ég gæti gubbað, æsist upp í að öskra á sjónvarpið "haltu þá bara kjafti b*** þín/þinn, og láttu þig hverfa".

Af hverju segir þetta fólk ekki bara:

"Ég hef ekki nærri því nógu og góða þekkingu á því sem ég er að tala um, en ég vil alltaf vera ósammála þessari persónu!"
Ignorant bastards.

Hélt að ég hefði mikið um þetta að segja, en ég fæ alveg gæsahúð á heilann við að hugsa um þetta pakk og nenni ekki að fórna meiru af þessum fallega laugardegi í svona hugræður.

Hugræða, er líka mjög gott orð, en er ekki til í orðabókinni.

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Blogger inga hanna said...

svona ummæli dæma sig alveg sjálf

10:06 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter