Wednesday, October 05, 2005

...örlög

Mér leiddist í vinnunni og ákvað að hætta snemma í dag, ákvað að fara til klippara´og svo í sund. Ég er búinn að segja það 10 sinnum, ef ekki oftar, að þetta hafi verið í síðasta sinn sem ég heimsæki hann. Síðast drap hann mig úr leiðindum með því að vera að röfla um landbúnað og mjólkurkvóta.

Allavega

Á leiðinni hringdi ég í litla bróður minn. Töluðum um bíla og hárgreiðslu, svona eins og karlmenn gera venjulega. Hann var einmitt á leiðinni í klippingu og þegar ég ætlaði að tjá honum hvað það væri fyndin tilviljun þá slitnaði samtalið.

Tilviljun? Bíddu.

Ég stoppaði fyrir utan klipparann og sá að hann hafði skrifað miða á hurðina!
"Skrapp í 5 mín"
Ég beið í 10 mínútur og keyrði svo öskuillur í burtu. Nú fer ég ekki þangað aftur!
ALDREI.

Tilviljun? Bíddu.

Ég kom heim og kveikti á tölvunni. Var búinn að lofa sjálfum mér að fara í sund, en ákvað að taka einn backgammon leik á netinu. Leikur sem ég er fyrir löngu búinn að mastera. En hvað um það.
Allt í einu fer rafmagnið af allri borginni. Tölvan og allt dautt. Það var svo gersamlega rafmagnslaust að það var slökkt á ljósum bílanna.
Ok ... ekki alveg kannski en ég sá að götuljósin voru óvirk og það var chaos úti.
Ég var semsagt á leiðinni í sund.

Tilviljun? Bíddu.

Ég settist út í bíl og fór að hugsa, hvaða leið væri nú auðveldast að fara, öll ljós óvirk og svoleiðis.
Þá keyrði framhjá mér lítill grænn Hyundai, sem aldrei hafði verið fagur fífill. Þessi bíll var á undan mér alla leiðina og við völdum þessa fínu leið í Laugardalinn.
Ekki nóg með það, ég var undan að leggja í stæði, og dúndíinn (skemmtilegt gæluorð fyrir Hyundai), lagði við hliðina á mér. Ég steig út og rak augun í límmiða á stuðaranum. "Follow Jesus!"

Tilviljun? Varla.

Ég verð að viðurkenna að ég var orðinn frekar spenntur þegar ég gekk í heita pottinn. Hvað var það sem var svona mikilvægt?
Af hverju þurfti ég að vera í sundi í dag?
Ég settist í góða hornið mitt og beið átekta.

Fyrst komu einhver ógrynni af börnum sem fannst mjög gaman að vera amalega nálægt mér. Mér leið svona eins og öxlinum í hringekju sem snýst alltaf hraðar og hraðar.

Ekki var það þetta!

Spennan var stöðug, en ég hafði ekki tíma til að vera í sundi lengur, því að ég ætlaði að sjá vetrarkoss, á kvikmyndahátíð.
Myndin mjög góð, en sessunauturinn alveg ömurlegur, því 12 ára stelpa með pabba sínum, gerði ekkert nema að senda sms, og spyrja pabba sinn hvað væri að gerast.
Foreldrar, hvernig væri að virða útivistartíma barna! ha?

Ekki var það þetta!

Þegar ég kom út úr bíó, beið mín símtal. Vinkona mín, fræg kona út í bæ, og atorkukona, hafði séð utan á séð og heyrt (reyndar grunar mig að hún hafi keypt það) en hún játaði bara veruleg súkkulaðikaup. Hún tjáði mér að á forsíðu blaðsins væri Idolkeppandi sem við bæði þekktum. Þetta er þjóðverji, einn af mörgum. En það sem gerir hann sérstakan er að hann er í minni fyrstu bloggfærslu og kannski ein af ástæðum þess að ég sprakk svona útum allt á netið (sjáið færsluna hér).

Já lífið er skrítið og vegirnir órannsakanlegir.

En hvað um það!

Þekkið þið góðan klippara?

Góðar stundir

Langi Sleði

4 Comments:

Blogger inga hanna said...

ég á von á að þú hugsir þig í það minnsta tvisvar um áður en þú hættir snemma í vinnunni næst...

6:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já það er svo sannarlega satt að vegir guðs eru órannsakanlegir...kemur kannski ekki óvart...þar sem þeir eru svo óskaplega kaótískir.

En það litur út fyrir að maður þurfi að fjárfesta í afruglara... éggetsvogvuðslifandisvariðfyrirþað (á innsoginu)

Jóda

7:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já það er svo sannarlega satt að vegir guðs eru órannsakanlegir...kemur kannski ekki óvart...þar sem þeir eru svo óskaplega kaótískir.

En það litur út fyrir að maður þurfi að fjárfesta í afruglara... éggetsvogvuðslifandisvariðfyrirþað (á innsoginu)

Jóda

7:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Langi-sledi!
Af hverju ertu svona einsog þú ert?
hver er ástæða þess að blár er blár, grænn er grænn og þú einsog þú?

7:47 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter