Sunday, February 05, 2006

...eitthvað sem fólk kannast við

...er að þurfa að fara í apótek við og við.
Hóstasaft og höfuðverkjapillur.
Ég var staddur í lyfju í lágmúla að kaupa hárnæringu og mýbitsvörnina mína.
Hvað um það. Ég tók fljótlega eftir strák sem var að væflast á furðulegum stöðum. Hékk lengi fyrir framan dömudeildina, sokkabuxur, nærbuxur og meikið. Ég fékk gæsahúð af tilhugsuninni að nú færi eitthvað ljótt að gerast. Svo var hann að lykta af alls konar olíum og svoleiðis dóti. Unaðsolían ástareldur... Hverjum er ekki sama hvernig hún lyktar... Svo lengi sem hún virkar. En svo tók ég eftir því að öll hans væfl, enduðu fyrir framan smokkarekkann.
Greyið hugsaði ég. Hann var á viðkvæma aldrinum og já. Ég viðurkenni það alveg, það hefur ekki alltaf verið auðvelt að kaupa smokka.
Hvað um það.
Ég er djúpt sokkinn í smokkinn og allar þær pælingar, þegar afgreiðslustúlkan kallar: nítíu og níu!
...ekkert gerðist..
nítíu og níu
...þögn...
NÍTÍU OG NÍU...en ekkert gerðist.

Nú beið allt apótekið eftir nr 99.

"KJARTAN", kallar svo afgreiðslustúlkan. Ahhaa!... 99 var Kjartan, hver/hvar er Kjartan spurði apótekið í huganum.

Kom ekki unglingurinn minn askvaðandi úr kvendeildinni, og með örsnöggu stoppi, sem eiginlega ekki sást, nema þau sem biðu eftir 99 (allt apótekið), hrifsaði hann með sér einn smokkapakka af óþekktri gerð. Ekki vildi þó betur til en að þetta var allt of snöggt fyrir aumingja smokkarekkann, sem missti jafnvægið og 10-15 pakkningar hrundu á gólfið. Númer 99 var búinn að klúðra málunum. Gersamlega! Næstu sekúndubrot skiptu öllu máli, hann leit í átt til dyranna og sá að leiðin var greið.
Það var annaðhvort að vaða í viðgerðir, eða að láta sig hverfa.
Kjartan var hins vegar maður meiri og eftir smá umhugsun, beygði hann sig bara niður og byrjaði, að raða smokkapökkunum á sinn stað.
Af sinni alkunnu alúð, bauð Langi Sleði fram hjálp sína og sagði: ...
Ég sagði ekkert, fyrst en spennan var orðin svo mögnuð og þrungin þögnin að ég sagði: "Þetta er tveggja mínútna brottvísun!"
Fékk smá bros, en þó aðallega frá hinu fólkinu, sem líklega skildi alveg hvað hann var að ganga í gegnum. Þannig skildi ég það allavegana!
En hvernig var með ykkur?
Var þetta kannski alla tíð auðvelt fyrir ykkur?

góðar stundir
Langi Sleði

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"er að þurfa að fara í apótek við og við" - question: er þetta hluti af stílnum eða ertu orðinn svona steiktur í hausnum? Ég fer enn þá hjá mér þegar ég kaupi smokka, finnst eins og allir afklæði mig í huganum og láti ímyndunaraflinu lausan tauminn...

9:23 PM  
Blogger Blinda said...

Elsku litla greyið - gott að Langi var á staðnum og lét greyinu líða pínu betur. (hefði mátt grípa fyrr inn í) Annars væri þetta ekkert mál fyrir þessar elskur ef að mamma og pabbi spjölluðu um þetta. Mín 16 ára pía kaupir þetta sjálf með mömmu sína við hlið sér og rekur svo kærastann út þegar kemur að honum - þau skiptast á :Þ

9:52 PM  
Blogger inga hanna said...

Ég hef nú meiri áhyggjur af þessari hárnæringaráráttu...

10:36 PM  
Blogger Jóda said...

Er nú eiginlega sammála Ingu Hönnu. Hvað er málið með alla þessa hárnæringu?

Mér finnst svolítið gaman að kaupa smokka. Svolítið eins og að kaupa dömubindi þegar unglings piltur er að afgreiða.

9:43 AM  
Blogger Blinda said...

Er nú búin að vina mig í gegnum alla þína bálka (sem tók bróðurpart úr degi)og hef ekki hlegið svona mikið síðan að ég fékk kæruleysisspruatuna hér um árið. Hvar er fólk eins og þú í heiminum? Eina fólkið sem ég hitti er scary pakkið í flíspeysunum - þessi sem eru alltaf í Bónus!!!

5:42 PM  
Blogger Blinda said...

æði að maður skuli skrifa eins og lesblindingur þegar maður ullar út úr sér hrósi......duh

8:41 PM  
Blogger Langi Sleði said...

hilla: já... þetta er stíll, ef þú lest fyrirsögnina með.
linda 1,2 og þrjú: Já, það er gaman að fá nýtt fólk í heimsókn... og aðdáunarvert að ´þú hafir lesið allt ruglið í mér.
inga og halldóra: Var einmitt búinn að gera félagslega könnun á því hverjar myndu kommenta á hárnæringuna. Þið vitið að það segir miklu meira um ykkur heldur en mig!
Pæliði nú! :-)

12:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ræfilstuskan!! Eg hefdi sennilega farid ad grata i hans sporum. Annars er eg serlega god i ad koma mer hja svona innkaupum (th.e. ad kaupa smokka en kaupi tho reglulega harnæringu). Held svei mer tha ad eg hafi bara einu sinni a ævinni farid i smokka-innkaupaleidangur.

Too much information?!

8:42 AM  
Blogger Gadfly said...

Aldrei verið mál fyrir mig. Fyrsti kærastinn minn þorði ekki svo ég skundaði inn í apótek sjálf. Hafði gaman af að vera kúlli en hann.

10:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Rassgat í bala. Ekkert mál, bara gaman. Best að kaupa þetta í 11/11. Helst ef búðin er full af fólki, opið á tveim kössum og langar raðir. Vera búin að segja nei við "eitthvað fleira?" spurningunni, búin að rétta kortið og stilla sér upp við enda kassans með pokann. Bíða eftir því augnabliki þegar afgreiðslumaðurinn/konan er rétt í þann mund að renna kortinu í gegn og góla þá "SMOKKA! ÉG GLEYMDI SMOKKUNUM! BÍDDUUUUUUUUUUU" og bægslast fram fyrir kassann að smokkahillunni með miklum hamagangi. Best ef maður þarf að berja sér leið gegnum litla þvögu af fólki.
Ég hlýt að vera meira en lítið furðuleg að fá kikk út úr þessu.

2:37 AM  
Blogger Blinda said...

Er ekkert nýtt á leiðinni.....eða
á maður að þurfa að lesa þetta aftur og aftur......sem er leiðinlegt til lengdar??????

11:42 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter