Tuesday, December 05, 2006

...upphafið

...það þekkja líklega flestir að þegar málun fer fram eru alls kyns leiðindavinna því meðfylgjandi.
Þegar Langi Sleði hreiðraði um sig í íbúðinni í hlíðunum, þá var spennan og fögnuðurinn slíkur að stundum virtist það koma niður á vinnubrögðunum.
Í forstofunni var gömul plastmálning tekin að flagna en hún náðist aldrei öll af. Stundum myndaðist því brún á milli málningarlaga, sem Langi Sleði nennti ekki að slípa niður.
Nú hef ég ákveðið að teikna upp þessa brún og eins og þið sjáið á myndinni, þá er þetta skemmtilegt landslag.
Ég ákveðið að gefa lesendum kost á því að nefna landsvæði. Hvort sem það er flói, fjörður, fjall, strönd eða hvað sem ykkur dettur í hug. Eina skilyrðið er að þetta særi ekki blygðunarkennd mína.
Hér er svo mynd af landinu með staðsetningarleiðbeiningum sem þið sendið mér um leið og þið óskið eftir hlutdeild í þessu verki.
Dæmi: Tanginn í J3 á að heita "ónefnt"
Góðar stundir
Langi Sleði

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

D-4 er eyja sem ég vil kalla Fanney.

Því ég fann'ana. tíhíhí

-anna.is

6:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bungan á C6 heitir Þorláksbunga, því þar bjó lengi maður að nafni Þorlákur þreytti.

7:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Rétt fyrir ofan bunguna á C6 er Krossfisksfjara, því þar herma sögur að krossfiskar hafi látist í etanóli.

7:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Í I6 er sveitin Tunga, en þar voru haldnir miklir fögnuður, meðal annars Tunga 2000.

Ég gæti haldið áfram í allt kvöld þar sem ég á mér ekki líf, en best að leyfa öðrum að komast að.

7:27 PM  
Blogger Blinda said...

G-6 kallast Hnefklofi. Sagan segir ýmislegt misjafnt en ég vil trúa því að þar hafi eigi hnefi né klof komið við sögu. Myndir segja meira en mörg orð.

Merkilegt hvað margir hér eru uppteknir af reit sex?

7:45 PM  
Blogger Blinda said...

Tanginn á jaðri JK-3 heitir lillemannglad. Nefndur eftir Færeyingi Herra Lilman, er þar hafði vetursetu. Innar á þeim skaga byggði hann herragarð sem kallast enn þann dag í dag Hankjenveræstjor, en þar hefur Ólafur Ragnar Grímson oft dvalið sumarlangt ásamt Dorrit og skartgripum hennar.

7:50 PM  
Blogger inga hanna said...

sléttan L2 gæti heitið Und.
Hún er nefnilega með stungusár.

8:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

miðin á G2 heita Blankibanki

þar rétt fyrir norðan er hinn illræmdi Berfótarþríhyrningur, mikið hættusvæði fyrir unnendur sokka og annars fótabúnaðar

9:29 AM  
Blogger Langi Sleði said...

Takk allar saman fyrir skemmtilegar tillögur. Þær verða allar settar inn á kortið.

1:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Graenhofdaeyjar.

8:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Rétt neðan og hægra megin við Tungu er kirkjubærinn Gröf.

Rétt ofan við og vinstramegin við Tungu er náttúruundrið Túrra, sem nefnt er eftir einni gáfuðustu og skemmtilegustu konu sem Ísland hefur alið af sér.

10:45 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter