Wednesday, February 07, 2007

...þjáning

...ég viðurkenni það ógjarnan en ég þjáist fyrir blaðamenn sem kunna ekki að fallbeygja.
Kannski er það í raun sem þjáir mig að ég veit ekki muninn á réttu og röngu varðandi orðið (nf. Breiðavík).
Veit vel að hugsanlega er hjákátlegt að tala um fallbeygingaþjáningu mína á þessu orði.
En er ekki einhver sem getur sent fjöldapóst á blaðamannastéttina og hreinlega ákveðið hvernig orðið skuli fallbeygja.
Ég hallast að Breiðavík/Breiðuvík/Breiðuvík/Breiðuvíkur
þar sem ábúendur tala yfirleitt um Breiðuvík, skil samt að í sjálfu sér séu einnig rök fyrir því að fallbeygja þetta Breiðavík/Breiðavík/Breiðavík/Breiðavíkur (sbr. Reykjavík)
En plís og dísus kræst reyniði að ákveða ykkur hvort þið ætlið að gera.
Þó að ég glotti nú að því þegar sjónvarpsfólkið stamar á orðinu

Góðar stundir
Langi Sleði

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta fór svo í taugarnar á mér líka að ég sendi póst á íslenska málstöð. Fékk eftirfarandi frá Kára nokkrum Kaaber:

nf Breiðavík
þf Breiðavík
þgf Breiðavík
ef Breiðavíkur

sorry

9:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta kom nú bara í fréttunum í gær því þetta er búið að fara ansi mikið fyrir brjóstið á fólki. Það eru til nokkrar Breiðuvíkur á landinu og það fer eftir hefð á hverjum stað hvernig orðið skal beygt. Fréttamennirnir hafa ekki kynnt sér viðkomandi hefð, shame on them.

9:38 PM  
Blogger Langi Sleði said...

anóní1: Ekkert sorrý með það, ég skil það alveg en finnst að þegar fréttamenn ætla að smjatta svona lengi á máli, eins og reyndin virðist ætla að verða núna. Þá hreinlega skil ég ekki að það sé bara gefin út tilkynning í upphafi.
anóní2: Já, það voru nákvæmlega mín rök. Flestir fyrrverandi ómagadrengir töluðu einmitt um Breiðuvík.

8:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hann Kári veit sko hvað hann syngur!!

9:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hmmm, þú ert örugglega ekkert hlutdræg, er það nokkuð Elín?

12:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hlutdræg?! Ég?! Nei nei, alls ekki.

5:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hlutdræg?! Ég?! Nei nei, alls ekki.

5:40 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter