Friday, March 02, 2007

...skapi næst að skipta um banka!

...og þá er ég ekki að fara í Sparisjóðina. Þar sem sjónvarpsauglýsingarnar þeirra þessa dagana sýna fólk sem er að segja hvoru öðru upp. Tvíræðnin er ... eru þau gift? er slúður? hvað gerist? ... fávitar!

Glitnir er hins vegar alveg að kúka upp á bak í fáránleika og óheiðarleika auglýsinga!
Bíðiði aðeins ég ætla að ná í bæklinginn sem ég fékk sendan í dag.
Eigðu afganginn!
Eins einfalt og að brosa!... Það er þá fjandans Sólheimaglottið!
Sko
Fyrst skulum við kíkja á dæmi þeirra um sparnað.
Tökum til dæmis að hækka allar færslur upp í næsta 1000 kall.
Kauptu þér epli á 100 kr og 900 kall er tekinn út af debetkortinu þínu og það er kallaður sparnaður.
Þú sparar og finnur ekki fyrir því!!... Epli á 1000 kall drepur alveg niður þessa 6% matvörulækkun held ég.
Nóg um það... Við skulum horfa framhjá þessu. Þessir menn, hafa ekki einu sinni nennt því að taka meðaltal debetkortafærslna hjá almenningi, heldur segja þeir bara að meðalfærslan sé eitthvaðþúsund og fimm hundruð... Þegar það blasir við að kaupmenn láta megnið af sínum vörum enda á 999, x99 eða x9 og það nálgast ekki 500 í meðaltal.
Allavegana látum það hjá líða.
Sparnaður á einu ári er þá 500x360=182.000 kr á ári miðað við eina færslu á dag.
En bíddu... hvað er eiginlega að þeim?
Hvað gengur þeim til?
Hvaða fáránlega rugl er þetta?
Hvað er ekki sagt?
Jú. kíkjum aðeins á nokkur atriði, aukaatriði.
Við skulum þá fara að nota debetkort!
Debetkortafærsla kostar 13 kr
Það þýðir að bankinn er strax búinn að hirða 13x360=4680 af þessum sparnaði þínum. Einnig skal taka það fram að ef þú ferð framyfir á reikningnum þá borgarðu
0-5000 kostar 750 kr fyrir
5000-10000 1410 kr, 10000-50000 2450 kr og svo framvegis
Þannig að það er eins gott að þú hafir efni á þessu... Ég meina... hvað haldiði að margir Íslendingar lifi á yfirdrættinum?
Þvínæst skulum við kíkja á samanburðinn við kreditkort.
Hver færsla kostar ekki neitt, þú getur beðið í mánuð með að borga og því gildir skv. lögmálum Glitnis (segjum að meðaltalseyðsla á mánuði sé 150 þús) til að einfalda dæmið skulum við setja upphæðina á vexti í 15 daga. 150 þús*6%/12 mán/30dögum*15 dagar= 375 kr á mán. M.v að þetta væri á venjulegri bók og þú sért með 6% vexti á ári... 375 kr á mán*12 = 4500
ok. Sparnaðurinn kostar þig semsagt að lágmarki 4.7+4,5 = 9,2 þús, sem fer beint í bankakassann. En.... þar sem bankinn getur notað þennan pening og lánað okkur hann með 20% vöxtum skulum við bæta við 2 þús kalli á þetta... í viðbót
Sem er æðislega góður díll ef þú ert fábjáni!
Held að Glitnir væri stimplaður geðbilaður ef að þeir myndu segja satt og rétt frá:
Sparaðu okkur vaxtagreiðslur og borgaðu meira í þjónustugjöld... og við munum græða 12 þús fyrir eigendurnar okkar.. Svo við getum látið Bjarna fá ca 300 milljónir í viðbót við venjuleg laun.
....
og mundu að brosa
því við erum hér fyrir þig.

Góðar stundir
Langi Sleði

5 Comments:

Blogger Fríða said...

en hérna... síðan hvenær hefur fólk gert ráð fyrir að auglýsingar segi allan sannleikann?

Annars finnst mér þetta snilldarfærsla hjá þér sko.

4:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

Og svo allir í kór; "VISA léttir lífið!"

5:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Góð færsla. Takk fyrir mig :)

5:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

En hvert á maður þá að fara með yfirdráttinn sinn??????

7:08 PM  
Blogger Blinda said...

Þar sem ég er ljóshærð þá varð ég pínu confused og obbolítið illt í maganum um miðbik pistils.......en er niðurstaðan sú - að það borgi sig að nota alltaf kredit?

7:17 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter