Thursday, October 20, 2005

...óbétin

er orðið sem maður á að nota þegar maður étur sér til óbóta.
Eins og fólk sumt fólk er vant að segja þegar það er búið að borða yfir sig: "Nú, borðaði ég of mikið!"
Borðar svo jafnmikið, næst líka. En það er önnur saga. Átti yndislega kvöldstund með tveimur konum sem eru alveg magnaðar persónur. Ef að það væru fleiri eins og þær, væri heimurinn öðruvísi, það get ég sagt ykkur.
Get að vísu ekki hugsað alveg rökrétt, því að nautasteikin þenur út magann, sem þrýstir á þvagblöðruna þannig að ég pissa á kortersfresti. Ég er hræddur um að baunabelgirnir og gulræturnar séu að vaxa upp í öfuga átt. Bökuðu kartöflurnar og gráðostasveppirnir eru einhversstaðar annars staðar, og skekkja dómgreindina. Ísinn, rjóminn, súkkulaðið, jarðaberin og bláberin... ég veit ekkert hvar ég kom þeim fyrir... og kaffið er bara útum allt.
ég verð að skríða inn í rúm.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Of grafískar upplýsingar.

1:52 AM  
Blogger inga hanna said...

óbát er ekki svo galið orð

8:41 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter