Thursday, September 22, 2005

...íslenski bachelorinn

Ég var að horfa á íslenska bachelorinn í sjónvarpinu. Ekki að ég hafi algerlega verið búinn að stilla mig inn á það, í lífinu eða að ég komi til með að stilla mig inn á það í framhaldinu.
Eníveis.
Kannaðist alveg rosalega við eina stelpuna þarna og ég mundi ekkert hvaðan. Helvíti vandræðalegt að muna þekkja fólk en muna ekki hvaðan... Eitthvað sem á líklega eftir að ágerast, eftir því sem fram líða stundir. En ég var ekkert að dvelja við það, enda í skjóli heimilisins og enginn myndi nokkurn tímann komast að þessu.

Nú allavegana, hún var að tjá sig um deitmenningu Íslendinga, sem er að hennar mati afar léleg ef einhver.
Þegar hér er komið við sögu, er ég alveg að fara yfirum, á því að vita, hvaðan ég þekki hana, var meira að segja farinn að velta því fyrir mér hvort við hefðum farið á deit. Nema hún tjáði áhorfendum að henni hafi aldrei verið boðið á deit.
Innskot: Drengir hvað er að ykkur?!?

Nema hvað.

Skýringin kom, hún sagðist vera í íþróttum. Þá kviknaði á perunni, hún er leikmaður í meistaraflokki kvenna í Fram, í handbolta. Ég horfi á kvennahandbolta semsagt, þær eru hörkutól þessar stelpur. Ekkert að því að horfa á kvennahandbolta.

Allavegana það fékk mig til að hugsa um gömul deit. Eitt af fyrstu deitum lífsins. Við vorum bæði í gaggó, og ég hringdi í hana, án þess þó að hafa talað við hana áður. Fannst hún bara sæt en þetta var hræðilegt. Mér leið eins og brauðrist í sætabrauðsgerð.
Þá bjó ég til nokkra flokka af kvenfólki, en hef ekki fundið mikla þörf til að endurskoða það.

1. Konur sem er bara gott að horfa á.
2. Konur sem er bara gott að tala við.
3. Konur sem er bara gott að sofa hjá.
4. Konur sem er bara gott að hlusta á.
5. Lesbíur.

Svona er maður nú ekkert merkilegri en api.

góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Blogger inga hanna said...

Ég held að 6. flokkur hljóti að vera málið...

4:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já zæll! Þetta er magnaður listi. Ég er að hugsa um að búa til samsvarandi um karlmenn. Revence.

9:55 PM  
Blogger Langi Sleði said...

inga hanna: Já, takk fyrir upplýsingarnar en persónulega hef ég aldrei verið mikið fyrir hóp-sex.


anóní: Það er ekki hægt að flokka karlmenn í 5 hópa. Við erum of einfaldir

10:50 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter