Wednesday, October 12, 2005

...hundrað þúsund ár

Í mörg ár varð ég ekki var við að eitthvað væri öðruvísi við leiðina í vinnuna.
Svefndrukkin augu, fókuseruð á bílinn fyrir framan, eða götuna sem æddi undir mig. Engin breyting á því.
Einn daginn, rak ég þó augun í risastórt nef, á stærð við mig. Upprisið úr samkrulli moldarbarðs og kletta.
Árin liðu og smám saman kom meira í ljós, að þúsund árum liðnum hafði höfuðið risið úr flaginu. Risastórt og reisulegt. Hátt gáfulegt enni, stingandi augu, og ef ég var seint á ferðinni, þá sá ég oft glettið bros.
Þúsund ár liðu í hrönnum og alltaf reis maðurinn betur og betur úr jörðinni, háls, axlir og brjóstkassi. Mér fannst það alveg magnað, hvað hann sýndi sterka stóíska ró, á meðan hann beið fæðingar, ef svo má að orði komast.
Núna áðan, keyrði ég fram á manninn, þar sem hann sat á hækjum sér, grátandi.
Furðulostinn stöðvaði ég bílinn og "missti mig og til hennar gekk, um axlir hennar tók það á hana fékk" - lega gekk til hans og spurði hvað amaði að.
Aumingja maðurinn var í bullandi sjálfhverfukrísu, yfir því að vera alltaf kallaður "móðir náttúra".

Svona er lífið, dropinn meitlar steininn, að lokum.

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter