Monday, November 21, 2005

...Casanova

Ísland er lítið, maður þarf ekki að velkjast í vafa um það. Hins vegar er það ekki endilega ávísun á að íbúarnir þjáist af opinberlega af smáborgaraskap. Það er allt annað. Eða það hélt ég a.m.k. þangað til að ég las utan á mjólkurpottinn við kvöldmatarborðið.

Utan á mjólkurpottunum, er verið að gefa leiðbeiningar fyrir Casanova þessa skers.
Auðvitað þekki ég til fólk sem hefur hefur nýtt sér svona spakmæli, enda eru konur dyntóttar með afbrigðum, þó að í fæstum tilvikum sé framhjáhaldið þess virði. En að MS taki sig saman og setji boðskap utan á mjólkurfernu, sem er miðlað beint til unglinga þessa lands "Hyggin mús á sér meira en eina holu". Það er náttúrulega óheppilegt.
Hvítu sletturnar utaná mjólkurfernunum, eru öðruvísi í dag. Líklega á ég eftir að bíta úr nálinni með að hafa birt þennan pistil.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Datt inná þig fyrir algjöra tilviljun en eftir smá lestur merkti ég þig strax í bókamerkin. Alveg frábær stíll, ættir að vera smásagnahöfundur - deit pistillinn varð til þess að ég hélt um magann vegna hláturs, ég get talið á annari hönd hverjir hafa slík áhrif á mig.

9:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú ert svo mikið indislegur:) Langi sleði allra tíma:)

7:36 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter