Tuesday, November 15, 2005

...útvarpið

er merkilegur miðill. Sérstaklega þar sem maður fær að heyra í fólki af ýmsu tagi.

Langa Sleða duttu í hug nokkrir flokkar.
1. Fólk sem er í miðri þjóðfélagsumræðu, s.s. stjórnmálamenn, forstjórar, bankamenn. Í þessum hópi eru eiginlega engar konur.
2. Fólk sem er sífellt, árangurslaust að koma sér úr vandræðum, og í þjóðfélagsumræðuna. Mér dettur strax í hug Mannes Hólkseinn og ... svo ... mýgrútur af konum.

Þetta fólk vinn ég í að ignora. Um leið og það heyrist í því, lokast á mér hlustirnar.

3. Stundum eru viðtöl við fólk sem kunna ekki að halda sig til hlés. Eins og konan sem þjáðist af sveppasýkingunni núna um helgina. Algerlega galin. Maðurinn hennar var dobblaður í viðtalið og hann var í alvörunni spurður, "hvernig er að elska svona konu?"
hann svaraði, (amk í mínu útvarpi): "Það er best á dimmum heitum og rökum stað."...
Á svona stundu, grípur mann óstjórnleg þrá að henda útvarpinu út um gluggann. Hugsanlega meira spennandi vinkill á þættina "allt í drasli".
4. Akureyrar-risaeðlan, sem spilar bara sínar eigin plötur og hringir í vini sína og vandamenn, eins og viðgekkst í menntaskólaútvarpinu í gamla daga. Nema það gerist aldrei neitt hjá þeim. Aldrei. Þess vegna finnst honum gott að hringja í fólk í útlöndum og láta það lesa upp úr blöðunum.
5. Fólkið sem les upp afmælisdaga fræga fólksins. Hverjum er ekki sama um það að Burgess Meredith hefði orðið 97 ára í dag? Ég meina það eru takmörk fyrir því hvað má nota eina heimasíðu í mörg ár.
6. Alkahólistar, óvirkir eða virkir. Þeir tala bara, skiptir engu máli hvað þeir segja, enda trúa þeir öllu blaðrinu sínu. Verst hvað sumir eru góðar manneskjur.

Jæja, það er kominn háttatími..
nóg af stefnulausu blaðri

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

algerlega langur óborganlegur sleði ;)
mbk kvenkyns aðdáandi:) híhí

3:05 PM  
Blogger Helga said...

Thessi tiltekni utvarpsmadur ad nordan er algjort met. Af hverju faer hann ad vada uppi i utvarpinu ar eftir ar? Er einhver ad hlusta? Eg held hann se aegilega einmanna. Kannski aetti hann ad haetta ad tala i utvarpinu og fara ad hlusta a utvarpid i stadinn.

9:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

*hehe* skemmtileg upptalning. Þó ég og félagar mínir t.d. í Víðsjá á Rás 1 séum ekki þarna. Nema kannski ég sé of blind til að fatta í hvaða flokki við lendum :) Annars hef ég alltaf sagt að það sé miklu skemmtilegra að vinna við útvarp en að hlusta á það :)

3:08 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter