Monday, February 20, 2006

...föng

...eitthvað gengur mér illa og erfiðlega að sameina sundraða hluti. Sundurleitur hópur, eins og bifukollur á flótta undan rokinu. Frekar pirrandi að elta svoleiðis, þegar maður er að leita að einhverju sem er nær taktföstum öldum sjávarins, í fullkominni harmóníu við tunglið. Og þótt að tunglið kveðji daglega, þá kemur það alltaf aftur. Sem er ekki hægt að segja um konur. Þá sömuleiðis gengur illa að sameina viðfang kynóra minna og viðfang kærustuóra í eina persónu. Í staðinn er ég meðhöndlaður af hinu kyninu eins og leikfangastrákur. Líklega af því ég er of mikill séntilmaður til að tala um það. Kannski alltaf einn, eða ekki, eða eitthvað.
Kannski er bara tími til kominn að einblína á aðföng, blýanta, reglustikur og penna. Get creative!
Verða bara svona eins og gæjarnir sem kíkja einu sinni á dag í netbankann sinn og láta þá gleði sem því fylgir, nægja. Onei.
Meiri gleði.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hmm..viltu konur sem koma alltaf aftur?

1:35 PM  
Blogger Fríða said...

Nú rennur upp fyrir mér ljós! Nú fatta ég af hverju gaur sem ég vann með í fyrra var oft með netbankann opinn í vinnutölvunni!

9:08 PM  
Blogger Gadfly said...

Betri eru tvær sveltandi krákur í hendi en ein á flugi. Haltu bara í þær báðar.

11:45 AM  
Blogger Langi Sleði said...

baun: nei, ekki heldur!
útifrík: já, ég þekki svoleiðis fólk
sápuópera: ef ég held í þær báðar, slitna hendurnar

2:08 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter