Saturday, February 25, 2006

...friður sé með yður

...ég veit ekki hvað mér finnst um greyið hana Yoko Ono.
Kemur til landsins undir þeim formerkjum að gefa landanum einhverja friðarsúlu.
Svo kemur í ljós að við þurfum að borga heilan helling af peningum fyrir þetta drasl.
Svo vill hún takmarka aðgang að henni í eina viku á ári, svo að ágangurinn verði ekki "of" mikill. Við vitum jú öll hvað kom fyrir Disneyland og Legoland. Friðarsúlan verður að fá frið svo hún skapi frið. Svo er Sean Lennon farinn að drattast á eftir kellingunni eftir misheppnaðan tónlistarferil. Örugglega ömurlegt að slá í gegn með því að setja upp kringlótt gleraugu eins og pabbi sinn.
Fokk.
Ég þoli ekki svona óhæft pakk.
Er þetta ekki aðeins of mikið mikilmennskubrjálæði og fortíðarþráhyggja samankomin í einu pari.
Fyrir súlu, út í Viðey, sem má nota til að stjaksetja menn sem láta ófriðlega.
Hvar er íslenski frumkrafturinn?
Ég get sagt ykkur það, að hann var í Megasi í Hallgrímskirkju í dag, þar sem hann flutti m.a. Passíusálmana!

Það ætti að gefa hverjum íslendingi þessa tónleika, eins og litlu lirfuna ljótu... og Megasi hempu, því fólk slóst til þess að koma inn.

Hlustaðu nú Alfreð!
Það væri smart, það er íslensk menning.
Yoko er bara skrum.

Góðar stundir
Langi Sleði

5 Comments:

Blogger Blinda said...

þurfti ekkert að slást....lummaði ,mér inn í pöbulsgervi.

4:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

heyr heyr!

ég fékk aulahroll þegar ég heyrði Yoko mæra Reykjavík í hástert, hún hefur varla gert meira en að keyra í limmósínu ca. tvisvar sinnum einhvern sparihring í borginni, og gjóað augunum mæðulega út um skyggða glugga, með sín kringlóttu sólgleraugu á nefinu

9:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

hummm.......það sem mér dettur í hug er að margt smátt gerir eitt stórt!. Afhverju þarf allt að vera "all or nothing"??? Ég segi skellum upp friðarsúlu með stæl og höldum friðarviku....það eru alltaf margar hliðar á öllum málum, en ef þið stöldrum of lengi við hugleiðingar um þær þá gerist aldrei neitt fyrir vikið - er alltaf ástæða fyrir því að "sleppa því"

10:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er svo innilega sammála thér,Langi-Sledi.
Kvedja,
Ég

1:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er eini plúsinn við að deyja ungur. Þú nærð kannski að vera jafn glataður og yoko en þú nærð ekki að vera það í svona mörg ár.

-Anna

4:26 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter