Saturday, February 11, 2006

...garpsheilkennið

er búið að vera að angra mig undanfarinn sólarhring. Febrúar í gangi og hlaupaskórnir iða í skinninu, þrátt fyrir að þeir séu alfarið úr einhverju öðru efni.
Ég tek mér ávallt frí í útihlaupum yfir vetrartímann því að ég ofkólna alveg um leið. Stór lungu, frekar lítill massi, ég er orðinn jafnkaldur og kortersgamall hundaskítur á Miklatúni um hávetur, alveg um leið.
Það er líklega rétt að segja frá því líka að ég hlusta alltaf á tónlist þegar ég fer út að hlaupa. Það er öðruvísi, að hlaupa með tónlist í eyrunum. Maður gleymir amstri dagsins og lendir í einhverjum hugarheimi,... sem er eftirsóknarverður.
Gallinn er hins vegar sá að kosturinn er hættulegur og ég hef í raun misst tölu á því hvað ég hef oft flogið á hausinn í hálku og alltaf einhvern veginn tognað í nára. Svo illa að stundum hef ég átt í vandræðum með að komast heim.
En það var ekki þessi saga.
Garpur var flóknari manneskja en það.
Og ég er að reyna að forðast heimspekileg umræðu.
"Bílív mí"
Áðan sá ég Yoko Ono, tala um frið á setningarathöfn Ólympíuleikanna. Hvernig það myndi nægja heiminum að hugsa um frið og eitt það myndi hafa dómínó effect út um allan heim og deila friði.
"Einmitt" hugsaði ég, "fífl!"
En ég áttaði mig einnig á því að svona hugsa ég ákkúrat líka. Ég þarf alltaf að aðstoða, ég má ekkert aumt sjá, þá er ég kominn í lagfæringar. Líkamlegar, andlegar eða verklegar, því ég tel mig geta allt. "Garpsheilkennið" kalla ég þetta!
Þegar fólk dettur í pirring, er ég hinsvegar ráðþrota.
Mér er það gersamlega hulið, af hverju fólk velur að nota þessa tilfinningu svona mikið.
Minn aðalpirringur, er umferðin hérna á höfuðborgarsvæðinu. (Já, ég hef ekið í Þýskalandi) Ef það eru þrír bílar á ljósum, þar sem eru þrjár akgreinar, þá eru þeir alltaf hlið við hlið. Íslenska genið að vera alltaf fremstur, fyrstur í boðinu, fyrstur, fyrstur, fremstur og bestur.
Svo horfir maður á þessar japönsku hökta af stað, eins og gamalt fólk á rafmagnslausum hjólastól. Ömurlegt. Ég veit ekki hvort er verra dúndí bílar og aðrar druslur eða óeðlilega háar bílaafborganir til að vera kúl. 600 bílar á hverja 1000 íbúa er alveg óskiljanlegt. Ég fæ gæsahúð á heilann.
Það er mín lukka að þetta er lítill pirringur, hann er horfinn um leið og ég hugsa "fáviti". Prinsessupirringur.
Getur einhver sagt mér hvernig það er hægt að réttlæta fleiri sólarhringa pirring út í eitthvað svona, sem er ekki neitt?
Hvað pirrar ykkur mest af öllu, kæru konur/lesendur?

þetta var bara eitt af því sem gerist!
kveðja
Langi Sleði

18 Comments:

Blogger inga hanna said...

Tvískinnungur pirrar mig mest (fyrir utan hlaupaskó með meiningar).

Ég er sallaróleg í umferðinni - enda er það ég sem er fremst á ljósunum eins og gamalmenni á rafmagnslausum hjólastól :)

10:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sleðaháttur - hverju nafni sem hann nefnist og ákvörðunarfælni - pirrar mig óendalega. Tel mig ekki vera svoleiðis. Hinsvegar veit ég að mér hættir til þess að hringa fólk í tíma og ótíma, veit ekki hvort að ég sé svona hröð eða allir hinir hægir ...hummm. Allavega> fólk sem er ekki á sama tempó og ég fer oft í taugarnar á mér :)

4:43 PM  
Blogger Blinda said...

Asnalegar auglýsingar sem bylja á manni daginn út og inn og tyggjótyggjandi afgreiðsludömur, nýskriðnar úr gaggó, sem segja hluti eins og getéastoða.....með fyrirlitningarog fýlusvip og þér líður eins og þú hafir gert eitthvað af þér.

4:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hroki falskheit og tvískinnungur fer afskaplega í taugarnar á mér. Ég sé ekki ástæðu fyrir að haga sér á þann hátt. Svanfríður
www.blog.central.is/swaney

7:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halló, byrjaði af e-i tilviljun að lesa bloggið þitt fyrir stuttu og finnst það svona líka skemmtilegt. Lít hérna við reglulega án þess þó að vita hver þú ert. En hvað pirrar mig?? T.d. fólk sem lifir á kerfinu án þess að þurfa á því að halda sem bitnar svo á því fólki sem virkilega þarf á því að halda. Sjálfhverfa o.fl.
Kv. U

10:06 PM  
Blogger Blinda said...

Eitt eru hlutir sem pirra mann. Annað er svo það sem að virkilega reitir mann til reiði, vekur upp gremju eða hreinlega særir manns sómatilfinningu. Það legg ég ekki að jöfnu - Eitthvað eins og óréttlæti, fals, kapítalismi, mannvonska, níðingsháttur o.s.frv.
Það gerir mann reiðan eða þaðan af verra. Svo er hitt, þetta litla sem pirrar mann.......

1:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sjíssj...það fer algjörlega eftir veðurfarinu. Og tíðahringnum.

7:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, veit ekki hvort vantar í mig e-n blóðhita eða hvað en ég pirra mig satt best að segja ekki yfir neinu sérstöku dags daglega. Auglýsingar, afgreiðslufólk og annað slíkt pirrar mig ekki þess vegna nefndi ég sjálfhverft fólk. Ef það á hins vegar að reita mig til reiði þá þarf til beina illsku í garð e-s.
Kv. U

11:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta hljómar líklega eins og ég sé bitur ung kona í örvæntingarfullri leit að ástinni en það verður að hafa það.

Það sem pirrar mig mest er hversu margir ungir menn kunna ekkert að koma ungum konum til. Ég lendi í því aftur og aftur að menn í öllum stærðum og gerðum koma til mín blindfullir, slefa uppí eyrað á mér og spyrja hvort ég vilji ekki koma með þeim heim ... jafnvel þó svo að þeir viti ekkert hvað ég heiti. Þessi taktík er ekkert að virka á mig og fer óendanlega mikið í taugarnar á mér. Ég er alveg að tala um flotta stráka sem ég væri jafnvel til í að fara með heim en þeir bara missa algjörlega cool-ið við þetta.

Hér er ég alls ekkert að alhæfa um alla unga menn, einhverjir hljóta að kunna þetta. Ég er til dæmis viss um að þú Langi-sleði gerir ekki svona.

1:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, það eru ótrúlegustu hlutir (og ekki hlutir) sem eru að pirra landann! Ég verð nú að taka þátt í þessari umræðu - enda er nú einu sinni kvenkyns lesandi (og við erum alltaf eitthvað pirraðar eða pirrandi).
"Hundaskítur á Miklatúni" er einmitt það sem pirrar mig mest. Af hverju í andsk... getur fólk ekki tekið upp "droppið" frá þessum slefandi og másandi "beastum"? Það er alveg óþolandi að vera á skemmtigöngu og vera niðursokkin í umræðuna við göngufélagann, eða sjálfan sig, og stíga svo ofaní hundaskít. Það er strax betra ef það er frost og skíturinn svo vel frosinn að maður þurfi ekki að skafa hann undan skónum (sem ég get ekki gert án þess að kúgast).
Kæru hundaeigendur! Hirðum skítinn eftir hundinn og hendum honum (hundinum?) í ruslið!!
Kveðja, Ég

10:02 PM  
Blogger Langi Sleði said...

vá.

inga hanna: hlaupaskór með meiningar?
anóní1: ekta pirringur til að eyða ævinni í!
linda: reyni að loka á þetta líka. fyrir jólahátíðina hef ég meðvitað slökkt á öllum fjölmiðlum.
svanfríður: well, jamm... mjög góður pirringur.
U: Verði þér að góðu, ...smart pirringur.
linda: já, þú ert ákkúrat að nálgast kjarnann.
tara: :-)
U2: er líka að sjá þetta
anóní2: ertu að segja að ég geti ekki slefað? ;-) en mjög góður pirringur.
ég: ég trúi ekki að það sé algengt að þú stigir ofaní hundaskít, svo algengt að þú sért fangi á þínu eigin heimili og hættir þér ekki út um hússins dyr?

10:40 AM  
Blogger Fríða said...

Kannski maður eigi ekkert að skilja það sem þú skrifar... en hafi tilgangurinn verið sá að fá fólk til að velta vöngum, þá hefur þér tekist það. Allavega með mig. Sko.. slær notkun hlaupaskóa á einkenni garpsheilkennnis? Hvernig getur maður samtímis flogið á haus og tognað í nára? Líklega með því að fara í splitt liggjandi, en ég sé það samt ekki fyrir mér. Ég mun velta þessu fyrir mér næst þegar ég fer út að skokka. Ég dett aldrei, enda dytti mér seint í hug að fara að nota langi eitthvað í nafnið mitt. Svo á ég líka vetrardekk undir mig, þ.e. vetrarhlaupaskó sem virka eins og loftbóludekk. Og þótt ég dytti, þá er svo stutt að fara fyrir hausinn á mér að ég efast um að ég myndi meiða mig mikið þótt ég dytti á hann. Er að spá í að setja þig í tenglana á minni síðu því ég er að leita með logandi ljósi að nafnlausu og skemmtilegu fólki. Er að safna :)

11:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

plastfilmurúlla sem vefst ekki rétt ofanaf - kemur alltaf mjórri og mjórri ræma og endar í "girni" (eigingirni). þetta pirrar mig svo mikið að ég lem einhvern (með rúlluræksninu)

1:27 PM  
Blogger Langi Sleði said...

útifrík: Sko þig :-)
baun: já, er mjög sammála plastfilmurúllunni. Minnir mig reyndar á að lengi langaði mig að hitta konuna utaná vitawrapinu. Man samt ekki alveg af hverju.

2:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er ekkert að grínast Sleði minn. Þar sem ég bý eru svo margir hundar að gangstéttirnar líkjast "Homeblest kexkökum". Þetta er hin sanna plága!
Kveðja,
Ég

3:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott mál. Pirrar mig að minn ljúfi og allajafna sára meinlausi eiginmaður skuli stökkbreytast í morðótt skrímsli þegar hann sest undir stýri. Á við mjög slæma umferðarbræði að etja. Er svo sallarólegur og afslappaður ef svo heppilega vill til að enginn annar bíll er á götunum!

3:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst ógesslega pirrandi hvað sjónvarpsdassgráin er léleg..

8:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst mest pirrandi að hrísgrjónagrauturinn þarf endilega að sjóða upp úr þessar 2 sek. sem þú lítur af honum, þó að þú hafir staðið í 25 mín og bara horft á hann í pottinum.....og svo er þetta svo ógó slepjulegt á eldavélinni

11:07 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter