Thursday, February 23, 2006

...Nörryrkjabúðin

...þó að ég hafi skrifað og sagt ykkur frá ferðum mínum í Bónus. Þá þýðir það í raun einnig, að fleiri búðir verða að fá að fylgja með.
Fjölbreyttasta flóra viðskiptavina er ábyggilega í Nóatúni í Nóatúni.
Þetta kristallaðist í síðustu heimsókn minni. Þarna vinna aðallega tælenskar stelpur á kassa, íslenskir karlmenn í kjötborðinu og ein kona. Þessi kona er með svart vírað hár sem er tekið að grána í hliðum. Kinnar hennar eru eldrauðar, vegna þess að háræðarnar eru sprungnar, eftir of langa viðveru í mjólkurkælinum. Þess vegna er hún alltaf í rauðu flíspeysunni, alltaf, alltaf. Þær báðar láta verulega á sjá, þreytt augu og hnökruð flíspeysa.
Ég reyni að versla ekki eftir vinnu, því að þá er ég fastur í einhverju viðfangsefni dagsins.
Ekki konu, heldur vinnuviðfangsefni.
Ég fór hinsvegar að versla í fyrradag, eftir vinnu. Þess vegna á ég 18 egg í dag.
Nú.
Þar sem ég ráfaði utanviðmig, nánast stefnulaust í leit að einhverju fleiru en eggjum til að fylla körfuna, þá mætti ég gyðju.
Sítt, gullleitt hárið liðaðist niður á axlir hennar þar sem það samlagaðist pelsinum. Kyssilegar varir hennar, rauðmálaðar, stór sólgleraugu og tígullegt göngulagið, undirstrikað í hverju skrefi þar sem háir hælarnir glumdu og tilkynntu, að hún væri mætt.
Mér varð orða vant og hugsaði: "vá"!

Þegar hér var komið við sögu, var sundurleitur samtíningur í körfunni minni, sem varla gat talist kvöldmatur, þannig að ég ákvað bara að sjóða mér brokkál og baka mér kartöflur. Borða þetta svo með miklu smjöri og salti.
Ég ákvað að grípa með mér maískólfa og þar sem ég gekk inn ganginn, sveif gyðjan klingjandi á móti mér.
Á milli okkar var þreytta konan, að umraða barnamat.
Tveimur sekúndum áður en við öll mættumst, beygði konan sig niður, fór á fjóra fætur, í alltof dónalega stellingu og teygði sig langt inn í hilluna. Gangurinn var lokaður og ég horfði af aðdáun á þær báðar. Gjörsamlega ómeðvitaðar um tilveru hvorrar annarrar, en báðar að gera sitt.
Ég og gyðjan mættumst svo aftur á ganginum við hliðina.
Svona sögur týnast daglega.

Góðar stundir
Langi Sleði

6 Comments:

Blogger Blinda said...

Pels, gullið heilbrigt hár, rauður varalitur.

Annað hvort ertu kominn í Mrs. Robinson hugleiðingar eða clueless varðandi þinn markhóp.

Hvað á kona í pels að gera við dreng sem étur egg í öll mál (sem virðist vera kvöldmatur fátækra einstæðinga sem nenna ekki að elda fyrir einn) - og verslar oftast í Bónus- en ekki dýrustu búð bæjarins??? Get with the program man :-)

2:59 AM  
Blogger Blinda said...

Spurning að láta vaða á þessa í flíspeysunni - hefur tekið óeðlilega vel eftir henni....hm?

3:00 AM  
Blogger inga hanna said...

Lýsingin gæti átt við skvísuna á þessum myndum http://www.lesliehall.com/8-sweaters2.html

10:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er samt dásamleg lítil saga úr daglega lífinu, meira af þessu.

11:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Svona vel fiðruð kona, upplögð til að unga út eggjunum áttján.

1:43 PM  
Blogger Blinda said...

djö........nenni ég ekki að bíða.

8:21 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter