Tuesday, March 14, 2006

... bjútifúl

Cause you're so beautiful
You're beautiful today
You're so beautiful
Beautiful in every little way
Cause when you're coming around
I'm off the ground
I've got to say
You're so beautiful
You're beautiful today

Einhvern veginn datt mér þessi lagstúfur í hug á meðan ég var að trimma nefhárin!
Ég fer nefnilega í starfsviðtal á föstudaginn. Er ekki enn búinn að gera það upp við mig hvort ég vilji starfið. Ekki meira um það hér.

Við þekkjum öll, það að setjast á of kalda klósettsetu. Þetta rifjaðist all hranalega upp fyrir mér núna áðan, þegar skyldan kallaði. Nú ég var fljótur að uppgötva að það var verið að eyða sönnunargögnum um fyrri veru á salerninu, en það hafði ekki tekist að fullu. Ég hrópaði upp af skelfingu "æjæjæjæææææ...æks" um leið og rasskinnarnar kysstu frostræsta klósettsetuna. Um leið og ég settist datt mér í hug þessi fíni málsháttur. "Betri er ókunn kúkalykt, en ísköld klósettseta, svo lengi sem blómin lifa."

En þessi kúkasaga er kannski svolítið óþægilegur formáli á hugmyndinni sem ég fékk þarna inni.
Því mér datt í hug að halda samkeppni. Taddara!
Samkeppni um það að búa til málshátt. En það er ekki allt því hann má ekki vera frá mannanna sjónarmiði, heldur verðið þið að velja viðfangsefni. Ég er búinn að skemmta mér konunglega að búa til málshætti fyrir dýra, jurta og steinaríkið.

Hér er einn málsháttur ortur, út frá sjónarhóli kindar:
"Betri eru spörð í gæru, en skörð í eyru!

Mér finnst þetta óheyrilega fyndið.+
Allavegana
Vinningshafinn, hlýtur að launum kaffi og köku eða drykk að eigin vali á veitingahúsi hér í bæ. Fer eftir tímasetningu verðlaunaafheningar.
Verðlaunhafi verður kynntur eftir 8 daga.

Góðar stundir
Langi Sleði

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll bjútífúl!
Thú færd 10/10 stig fyrir thessa hugmynd! Thú er snjall (Mikki refur) - og ekki ord um thad meir ;)
I'm on to you!!!!!

8:44 AM  
Blogger Blinda said...

Þar sem að ég er kisukona og var að fylgjast með þessum fávitum mínum dunda sér, datt mér þetta í hug:


Betri er sandur á gólfi en í kassa.

og

Ekki er sófi sófi nema klórutré sé.

og

Fegurri er fiskur í sófa en fiskur á diski.

9:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

Oft er í skolti skíthrætt grey (krókódíll)

Sjaldan er ein æð of oft sogin (lús)

Íslendingar vilja SS pylsur (kind)

Eitt gat er öðru líkt (samkynhneigður labrador)

10:20 AM  
Blogger inga hanna said...

Ekki þarf hár næringu ef satt er.

Gangi þér vel í viðtalinu!

3:27 PM  
Blogger Gadfly said...

Enginn skyldi í annars garði skíta.

11:42 AM  
Blogger Blinda said...

Mér fannst vanta niðurlag á þinn sápuópera - en það er bara persónulegur smekkur.....

Enginn skyldi í annars garði skíta

...en gerum það samt.

1:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Talandi um skít, thá er einn hérna (er stolinn - kemur fram í ákvednu lagi, sem var vinsælt á árum ádur):

"There is a dogshit in my garden, and I don't have a dog."

(Lag og texti: Shubidua - alltaf gódir).

2:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Oft stoppar strætó á hlemmi.

4:57 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter