Sunday, February 26, 2006

...hvað get ég sagt?

4 störf sem ég hef unnið um ævina
- síldarútvegsnefnd, allir verða að vinna í fiski
- rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Þar vann ég í ansi mörg ár.
- aðstoðarmaður ljósmyndara
- verkfræðistofa.

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur
- Amelie af því að hún minnir mann á það góða í heiminum, og hvernig á að meðhöndla hið slæma
- Regnhlífarnar í cherbourg. Dásamleg mynd.
- Short cuts. Mitt frægasta hláturskast, 20 mínútur, frábær mynd.
- Citizen Kane. Bara kúl.
4 staðir sem ég hef búið á
- Fæddur í vesturbænum
- Flutti í breiðholtið
- Kiel í Þýskalandi
- er í hlíðunum í dag
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Japan, fátt sem toppar það
- norðurhluti Tælands
- Strandir, Ísland í sinni mögnuðustu mynd
- París
4 síður sem ég skoða daglega
- mbl.is
- visir.is
- ýmsar bloggsíður
- bílasölur.is, þessa dagana

4 bækur sem ég les oft

- Úr landsuðri, Jón Helgason. Flottasta skáld íslandssögunnar.
- Three to see the king, Magnus Mills. Þið sem hafið ekki lesið hana. Gerið það.
- Momo, Michael Ende. Fjallar um tímann og hvernig á að nota hann.
- ég á erfitt með að velja 4 bókina, frekar vel ég sovésku stjörnurnar sem eiga líklega mörg mögnuðustu bókmenntaverk allra tíma.
4 staðir sem ég vildi vera á núna
- á nuddbekk, hvað get ég sagt ég er nautnaseggur
- á ókunnri sólarströnd með ískaldan kokteil
- á skíðum í Ölpunum
- á góðum sushibar í Japan

Ég skora ekki á neinn að þessu sinni.

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter