Wednesday, March 08, 2006

...fassjón strákar!


...stundum og bara stundum fara hlutirnir svo hræðilega aflaga.
Almennt séð set ég ekki út á útlit fólks, nema það sé almennilega ljótt. Og ég níðist ekki á fólki, nema það eigi það skilið!
Ég er góður strákur.
Ég er strákur sem fór í sund áðan!
Fyrir utan laugardalinn stóðu 3 fótboltastrákar, hver öðrum hnakkaðri. Þeir voru allir búnir að taka complete makeover í hnakkapakkann. Ljósar strípur, sprautubrúnka og viðbjóður. Það minnti mig á kvartanir vinkonu minnar sem býr í Japan, um að þar væru engir almennilegir karlmenn. Bara helvítis kellingakallar sem versluðu í kellingabúðum, m.ö.o. hnakkar!
Hnakkatískan á bara eftir að versna og við endum uppi með einhverja skelfingu eins og myndin sýnir.
Allavegana, þeir voru náttúrulega allir í símanum þegar ég gekk framhjá þeim og í búningsklefunum rakst ég á gömul og kunnugleg andlit.
Að vísu sá ég nýtt skilti sem vakti mikla kátínu hjá mér!
"Aðeins skal nota hárblásarann til að þurrka hár á höfði" (sjá eldri færslu)
Yndislegt.
...En.
Af sturtuferðinni eru engar sérstakar sögur og ég settist út í pott. Já, á "góða staðinn!" Skömmu síðar koma hnakkarnir ofaní og byrja eitthvað að spjalla.
Ég get svolifandisvariðfyrirþað að þeir voru að tala um hárgreiðslumanninn sinn. Hvað, hver, græddi á því að skipta um stofu, því hann tók þá fullt af kúnnum með sér því hann var svo góður hárgreiðslumaður. Auðvitað ætluðu þeir að versla á föstudaginn því þá voru væntanlegar nýjar vörur í Kringlunni.
Ég sem hélt að hnakkatískan væri bara útlitslegt element.
Áður en ég vissi af þá var ég kominn í fósturstellinguna og tár láku niður kinnarnar.

Finnst ykkur þetta í alvörunni svona smart?

Góðar stundir
Langi Sleði

14 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gaman að fá þessa mynd af þér á bloggið, ferlega langt síðan við höfum sést. júr lúkkin gúd!!!

9:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

já og það er engin skömm að því að vera á doldið háum hælum þegar maður er lágvaxinn...

9:34 AM  
Blogger Blinda said...

Sá þig fyrir mér allt öðruvísi - en power to you!

5:25 PM  
Blogger Blinda said...

Varðandi blásarann - hann....

Ástæða 2 fundin!

Ástæða 1:
Það er fullt af fólki sem ekki þvær sér, það er fullt af fólki sem lætur allt flakka, það er fullt af fólki sem snýtir og spýtir,það er notaður klór til að stjórna þessu öllu saman, en mér finnst ég samt skítug þegar ég kem úr sundi - og svo anga ég líka af klórlykt í marga daga.

Þetta innlegg um blásarann tryggði það endanlega að ég fer ALDREI aftur í sund!

5:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er sérstaklega hrifin af gleraugunum. Þau fara þér einstaklega vel.

9:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleraugun eru svo sem okei, en mikid ofbodslega fer bleiki liturinn thér vel!
Pink panther - oh yeah baby!

10:21 PM  
Blogger Langi Sleði said...

elín: Bara svo ánægður að sjá þig hér!
baun: Það getur verið nauðsynlegt.
lindablinda: Já, ég er líka allt öðruvísi!
lindablinda2: Það er gaman í sundi.
Tara: ;-)

Mér finnst nauðsynlegt að taka það fram að þetta er ekki ég. Ég er yfir meðalhæð.

10:27 PM  
Blogger Langi Sleði said...

af hverju gerið þið allar grín að mér?
ha?

10:28 PM  
Blogger Blinda said...

Hvað meinarðu ?? - okkur finnst þú mega metró :-)

11:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Grín ad thér??
Vid erum ad dást ad thér!
Loksins alvöru karlmadur sem thorir ad standa vid allar sínar hlidar.
You are the best!!

9:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er mikill heiður að þekkja þig langi :)

11:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég var ekki að gera grín að þér og kann satt að segja ekki að meta þessar aðdróttanir þínar. Mér fannst bara ástæða til þess að fagna því að þú hefðir loksins lagt hinum þrautleiðinlegu hvunndagsgleraugum.

4:20 AM  
Blogger Fríða said...

Það er einn stór kostur við þessa færslu. Þú segir engar sögur úr sturtuklefanum. Miðað við fyrri sögur þaðan mega þær alveg missa sín. Nema náttúrulega þú getir sagt okkur stelpunum eitthvað djúsí sem okkur langar til að lesa :) Ekki eitthvað um undarlega hárblásaranotkun takk.

1:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Thetta er alveg ská-rangt hjá útifrík.
Segdu okkur fleiri sögur úr sturtuklefanum.
Thetta er kjörid tækifæri til ad kíkja á bakvid tjöldin, ferdast í undirheimalandi, heyra ósagda hluti...
Langi-sledi thú ert ad gera okkur konum mikinn greida, thegar thú segir okkur frá hinum sanna íslenska karlmanni (sem vid virdumst bara sjá yfirbordid af).
Takk, takk.

2:09 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter