Saturday, March 04, 2006

...svooo kalt

...í morgun að hefði ég verið stelpa, þá hefði ég fengið blöðrubólgu. Of mörg ef og hefði segið þið kannski, en þetta er í síðasta skipti sem ég fer í mínípilsi og g-streng í vinnuna.
...
Hvað um það.
...
Mér var í alvörunni kalt þarna og þetta minnti mig á þegar mér var síðast svona kalt.
...
Ég var á skíðum í Finnlandi, það var 25 stiga frost og hægur andvari.
Í hátalarakerfinu glumdi í sífellu: Henkala pukkulu jörvaaalla, pankana kommarna!
Er ég spurði ferðafélaga mína hvað þetta þýddi, fékk ég þau svör að það væri verið að minna fólk á að klípa í kinnarnar á sér, til að athuga hvort að það væri komið með frostbit.
Ég var í fínu lagi, fann ekki fyrir neinu.
Skömmu síðar var ég kominn inn í indíánatjald úr timbri með eldi í miðjunni. Þarna var Stroh afgreitt.
Hálftíma síðar voru kinnarnar orðnar rjóðar á ný.
Þau voru búin að panta gufuklefa og að loknu vodka, bjór og 100°c. Var ég að drepast úr hita.
Innisundlaugin var nú farin að hljóma rosalega freistandi.
Ég rölti yfir, en þegar ég opnaði dyrnar að sundlauginni mætti mér kuldaboli í eigin persónu. Þvílíkur kuldaveggur. En mér var heitt og ég skellti mér í laugina. Skellti mér, er kannski ekki alveg rétta orðið, því laumaði er betra.
Þarna stóð ég í lauginni, aleinn, með ískalt vatn upp á mið læri. Einn, tveir og nú, hugsaði ég 10-20 sinnum, án þess að hreyfa legg né lið.
...og ég samdi vísu
Í klofi djásnin kólu,
kæri vinur minn.
Sæðið ei sá sólu,
svíður klakakinn.
...
Skyndilega er hurðin rifin upp á gátt og tvær fullorðnar konur ryðjast á bólakaf í sundlaugina, með þeim afleiðingum að ég varð að standa á tám til þess að djásnin yrðu ekki öldunum að bráð.
10 sekúndum síðar, spruttu þær uppúr, fóru út í snjóinn og veltu sér uppúr honum.
sjittsjittsjitt.
Þegar þær voru farnar inn aftur, klifraði ég uppúr lauginni og drekkti sorgum mínum. Það var nákvæmlega ekkert sem ég gat gert til þess að endurheimta karlmennsku mína.
Hún var farin og það þýddi ekkert að gráta það.

Góðar stundir
Langi Sleði

5 Comments:

Blogger Blinda said...

Tel nú að karlmennskan hafi endanlega fokið út um gluggan þegar þú staulaðist út í pilsi í morgunsárið - en hvers vegna vil ég ekki vita....

eða jú ......Hvað varstu að gera í pilsi????

4:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

You are hilarious :-)

4:44 PM  
Blogger Gadfly said...

Þú gleður mig.

6:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

:-) He, he...
:-) Ha, ha...
:-) Ho, ho...

you´re the best!!

8:39 PM  
Blogger Langi Sleði said...

linda: karlmennskan mín fýkur aldrei endanlega. Ég er öruggari með mig en það.
anóní: Já, það munar öllu að brosa
sápuópera: Það er fallega sagt.
Ég: Takk

10:42 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter