Wednesday, April 05, 2006

...dansnámskeið

...undanfarna þriðjudaga er Langi Sleði búinn að sækja dansnámskeið.
Hálft byrjendanámskeið í samkvæmisdönsum enda erum við ekki alveg byrjendur. Við erum nefnilega séní.
Við ákváðum að allt hálfkák væri ókúl og ef við ætluðum að komast almennilega áfram í heiminum þá yrðum við að gera þetta eins og atvinnumenn.
Nú.
Fyrir fyrsta tímann, vorum við mætt 40 mínútum fyrr.
Kennarinn rak upp stór augu þegar við gengum í salinn, klyfjuð af farangri sem sæmdi frekar 5 manna fjölskyldu í tjaldferðalagi.
Við gengum rakleiðis til búningsherbergjanna og hófum undirbúninginn.
Við byrjuðum á því, kviknakin, að sprauta brúnkuspreyji á hvort annað
Það tók 10 mínútur, með þurrktíma. Latex- og pallíettugallinn, er náttúrulega sérsniðinn og það tekur 20 mínútur að koma sér í hann.
Næstu 10 mínútur einkenndust af panikki þar sem hárgreiðslan og meikið og málningin, var ekki að tóna við litina í búningnum, en það reddaðist.
Við tókum andköf, þegar við litum yfir salinn, fullum af meðaljónum, á gallabuxum og bol.

ég: Sjitt, erum við að mislesa stöðuna eitthvað?
hún: Nei, ég get ekki séð það!
ég: Það verða engin mistök leyfð í þessum tímum, ég heimta 100% einbeitingu!
hún: Já!
...og vitiði það. Það er engum blöðum um það að fletta, við erum betri en allur hópurinn. Við gerum engin mistök. Við erum séní.
Ég varð reyndar einu sinni að beita hana hörðu, þegar það var upprifjun á ræl. Þá raknaði dreifbýlisgenið í henni við sér og hún æddi um allan salinn eins og níræð amma í peysufötum á amfetamíni.
Þess vegna segi ég ykkur, leyndardóm lífsins, sem Björgólfur er reyndar búinn að uppgötva.
You can buy your way into success
Eða þannig.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Blogger Blinda said...

....og þú ferð langt á lúkkinu.

9:55 PM  
Blogger Jóda said...

og svo viltu ekki vera í hlaupabuxum...

10:33 PM  
Blogger Fríða said...

Svona á að fara að, engin spurning.

3:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Heidar Ástvaldsson yrdi stoltur af thér!!!
Hlidar, saman hlidar, búm, búm, búm....!

7:28 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter