Sunday, April 02, 2006

..er það ekki merkilegt?

...að sumir vita alls ekki að Langi-Sleði, gekk í MR. Aðrir vita það... og enn aðrir hefðu giskað á það.
Þið sem eruð þau, takk!
En það er ekki það sem ég vil segja ykkur hér drukkinn eftir djamm klukkan hálffjögur á laugardagsnóttu.
Það er svolítið annað.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef óskað þess að hafa eyrun áföst pungnum, svona til að halda þeim hlýjum.
Nei, það var heldur ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur.

Fókus, Langi, Fókus!
Kjarninn í þessari færslu er eftirfarandi.
Í MR, var eitt ritgerðarefni algengara en öll önnur.

"Aðgát skal höfð í nærveru sálar!"

Ég valdi það aldrei, hafði ekki þroska til þess og ég viðurkenni það fúslega.
En í dag...
Skil ég um hvað þetta snýst og þess vegna skrifa ég ekki um það.
Magnað hvað þversagnir og fordómar þvælast fyrir manni.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ææ, vona að enginn hafi meitt sig illa

er ekki hægt að redda þessu með eyrun á hátæknisjúkrahúsi?

2:11 PM  
Blogger Blinda said...

Svo langur Seli var spólandi um á sokkunum í MR? Þangað fóru margar vinkonur Blindu, en hún var svo þrjósk og neitaði að ganga fjölskylduveginn.

Allt of fáir hafa aðgát í nærveru sálar, fjölmiðlar eru gott dæmi.

11:38 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter