Monday, July 03, 2006

...speed dating

...já hvað haldiði Langi Sleði fór á speed date. Með mynd af bílnum í vasanum, var ég tilbúinn til að takast á við hvað sem er.
Það hélt ég a.m.k.
Fyrst voru reglurnar kynntar, ekkert káf var eiginlega það sem stóð uppúr í þeirri kynningu. Alls voru þetta 10 konur og 10 karlar.
Kona 1.
Hún var eins spennandi og obláta á þriðjudagsmorgni. Hvorki viðeigandi né nokkuð annað. Ég man ekkert hvað hún sagði, eða hvort hún sagði nokkuð yfirleitt!
Kona 2.
Aðaláhugamál hennar voru raunveruleikaþættir, óskaði þess sérstaklega að taka þátt í brúðkaupsleiknum "Já". Það kom reyndar í ljós að hún var lesblind og hafði mislesið "speed wedding". Sem útskýrði fyllilega kjólinn sem hún var í, en mér leið samt frekar illa að hafa foreldra hennar líka þarna.
Kona 3.
Hún hafði með sér aukastól, það kom í ljós að hún vann hjá vita og hafnamálastofnun.... sem bauja! 3 mínútur eru stundum of lengi að líða. Eins og Annamín sagði við mig um daginn, maður veit það eftir 3 eða 30 sekúndur.
Kona 4.
Hún var utanað landi. Vantaði í raun bara vinnumann til að reka niður staura. Sagði að þetta væri, dásemdarlíf, sveitalífið. Hún var hinsvegar löngu hætt að stunda kynlíf en sagði að ég gæti fengið allt sem ég vildi úr mjólkunargræjunum á býlinu.
Note to self: hætta að drekka mjólk!
Kona 5.
Ég hef alltaf haft gaman af homer simpson, vil samt ekki giftast honum.
Kona 6.
Settist niður og tjáði mér að hún vildi strax byrja að eignast börn. Því hún væri sko ekkert að yngjast. Jamm og jæja, hugsaði ég. Það er nú ekki með öllu illt! Það var ekki fyrr en hún fór að sýna mér myndir af börnunum sínum 6 og eiginmönnunum 3 fyrrverandi sem það rann á mig "nei takk" gríman.
Kona 7.
Vissuð þið að ef þið googlið "strange men" þá fáið þið 341 þúsund niðurstöður, ef þið hins vegar googlið "strange women" þá fáið þið 422 þúsund niðurstöður! Þetta datt mér í hug að googla eftir að hafa hitt þessa konu. Held að hún sé ábyrg fyrir mismuninum!
Kona 8.
Hún var í raun nágranni minn (sjá fyrri færslu). Það sem var verst af öllu er að hann var ekki enn búinn að kaupa sér nýja hárkollu, og rakvélablaðið hans var orðið lélegt. Hann sagði að appelsínugula peysan mín væri hommalega ógeðsleg!
Kona 9.
Hún byrjaði á því að æla yfir mig allan. Drapst svo fram á borðið, áður en ég gat kynnt mig.
Kona 10.
Hún var best. Rétti mér whiský og sagði: Mér sýnist þú þurfa á þessu að halda! takk svaraði ég og dembdi þessu í mig í einum teig. Eitthvað heyrði ég að innifalið í þessum sjúss, væri nú að ég gæti alls ekki rukkað skipuleggjendur um hreinsun á jakkafötunum.
Ég veit ekki hvar ég á að finna þessar konur, það er allavegana ekki þarna!
Einhverjar hugmyndir???

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter