Wednesday, July 19, 2006

...stress og annað smálegt

...er.
Langi Sleði heimsótti ölstaði borgarinnar um síðustu helgi. Á staðnum sem er skráður með 12% eiturlyfjanotkun, réðust tvær stúlkur, í sitthvoru tilvikinu, á þjóhnappa Langa Sleða. Líklega til að staðfesta að þetta væru afleiðingar æfinga, frekar en orsakasamhengið sem hlýst af pushups nærbuxum.
Á næsta stað ákvað ég því að halda kyrru fyrir og kom mér því fyrir í hægindum á barstól. Ég var fljótur að giska á u.þ.b. 20% eiturlyfjanotkun.
Ég vissi ekki fyrr en ókunnugur strákur er búinn að troða sér á milli lappa minna og horfði stíft á mig.!
Langi Sleði: ????
Strákur: Hæ!
Langi Sleði: Sæll!
Þögn, þrungi og stíft augnaráð varðveittu augnablikið.
Langi Sleði: Ef þú ert að reyna að komast á barinn þá ertu of fjarri honum núna! Ef þú ert hinsvegar að leitast eftir því að verða barinn, þá ertu mjög nálægt því núna!
Strákur: (þögn).... Ertu viss?
Langi Sleði: Já, ég er viss.

Að þeim orðum sögðum, fór hann.

Þessi vinnuvika er svo búin að líða í stressi og tímaskorti!
Ég hallaði mér í pottinn í Laugardalnum eftir pirring dagsins og viðraði í huganum, að ég þyrfti nú að fara að láta ykkur vita af mér.
Ætlaði að muna eftir að segja ykkur af brúnkunni minni. Sem ég er búinn að uppgötva að svipar mest til föl-ljósbláa litsins sem er málaður á botn heitupottanna.
Í afslöppun minni, sest svo kall ákkúrat á móti mér með þetta viðbjóðslega perraglott. Ég er ekki ofsamaður og kem mér hjá slagsmálum ef þess er nokkur kostur, en ég var byrjaður að hlæja að orðatiltækinu "að vaða í kallinn". Því ég var alveg að missa þolinmæðina!
Ég stóð upp og gekk að honum, með krepptan hnefa... sekúndubroti áður en hann hóf sig til flugs, fattaði ég að þetta heimskulega perraglott var ekkert nema alltof þröng sundhetta, sem togaði hálft andlitið til hliðar og upp.
Nú verð ég að fara að stunda afslöppun og aftöppun orku!

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hahahaha! Ég hló upphátt.

6:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Dúndur ertu fyndinn strákur:D

10:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Held að það sé kominn tími á að Langi komist í afslöppun til Köben. Hér notar enginn sundhettu.

1:09 PM  
Blogger Langi Sleði said...

Takk stúlkur, Langi Sleði kann að meta ykkar einlægu aðdáun!

10:12 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter