Tuesday, July 04, 2006

...gluggapóstur

...er snilldin ein.
Nei, ég veit ég er bara að reyna að vera uppbyggilegur.
En Langi Sleði er bæði snillingur og séní og fann því lausn á því að losna við ALLANN gluggapóst af heimilinu.
Nú veit ég að þið sperrið bæði augu og eyru, til að heyra lausnina!
Lesið næstu línur af áfergju og ákveðið svo að mæla með mér sem næsta forseta Íslands. Lýðveldið tók ég út, því mér líkar það ekki. Kjósendum er því miður ekki treystandi fyrir því að velja sér forystusauð. Að hluta til er það vegna framboðs á forystusauðum og að hluta til vegna... annars.
Allavegana.
Þar sem margnefndur korsillettunágranni Langa Sleða býr á hæðinni fyrir ofan, þá hefur geymslan mín mengast af óhugnalegum hugmyndum. Reyndar eru allar geymslur yfirleitt þannig. Þar er bara drasl sem maður nennir ekki að henda.
Ég semsagt innréttaði geymsluna sem skrifstofu og nú fer ég með allan gluggapóst beint þangað upp. Því lýsi ég ríki mitt og varnarþing gluggapóstsfrítt svæði.
Hugsið ykkur bara hvað ég gæti gert sem forseti!

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ferdu ekki bara í frambod?

8:46 AM  
Blogger Hrólfur S. said...

hvar geymirðu skíðin sleði?

7:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég kýs þig!!! Amk ef þú lofar gluggapóstslausum heimi....

10:21 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter