Monday, October 09, 2006

...slaufan

...það er enginn annar heimur með færri tárum.
Ég stend á stöfum og orðum, horfi yfir lífsins landslag,
í algerri þögn.
Bælt engið, sýnir að hlátur og hlust hafi farið þar um og lent í átökum við orðanna vant.
Átök sem enduðu í algerri þögn.

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Blogger Gadfly said...

Þú ert skáld Langi-Sleði.

7:43 AM  
Blogger Jóda said...

ekki algjörri þögn er það?

9:52 AM  
Blogger Langi Sleði said...

sapuopera: takk, það var fallega sagt!
halldóra: algjör þögn er alltaf algjör þögn... orðin koma bara inn milli!

10:52 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter