Monday, October 02, 2006

...vakandi augu!

...vegna síðustu færslu Langa Sleða, hafa spurningar fyllt upp tómið, svona eins og árnar fylla upp lónið!
Það er nú svo að ef og ske skyldi, þá mætti vafalaust skrifa margar síður um samkvæmislíf Langa Sleða við hitt kynið.
Hins vegar er trúnaður vanmetinn og hér er hið sanna því aðeins ritað á milli línanna, í fullu samræmi við þennan svokallaða "fyrri daginn".
Langi Sleði ritaði því niður bók er bar heitið "15. september til 30 september". Langa Sleða datt í hug að henda svona handriti í ritstjóra, sem myndi þar af leiðandi gleymast, en uppgötvast sem meistaraverk að dögum mínum liðnum. Fyrsti ritstjórinn sagði þetta tvímælalaust eina beittustu háðsádeilu á íslenskt velferðarþjóðfélag sem hann hafði lesið. Bætti svo við að hann vildi endilega gefa þetta út sem fyrst! I qoute: "Loksins eignumst við okkar eigin 9/11". Þá datt mér í hug að skella þessu í þjóðskjalasafnið og láta það týnast þar innan um önnur ævintýri. Húsvörðurinn henti mér hins vegar út þegar hann kom að mér þar sem ég var að hefta ævintýrin mín, aftan við þjóðsögur Jóns Árnasonar. Sagði að svona fáránleiki væri úr öllum stíl við Jón Árnason. Benti mér hins vegar á að tala við H.C Andersen og Lewis Carrol (Lísa í Undralandi), er búinn að senda þeim báðum email og bíð í ofvæni eftir svari.

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter