Tuesday, January 23, 2007

...fimmtudagskvöld

...það vita það fáir en fimmtudagskvöldum eyðir Langi Sleði á elliheimilinu Grund. Yfirleitt hitti ég þar fólk sem á enga að, ættingja sem nenna ekki að umgangast fólkið sitt.
Það er fólk þarna sem fær ekki heimsóknir í fleiri mánuði. Það er hreint og beint illt að gera manneskjum það.
Allavegana, ég hitti alls konar skemmtilegt fólk... og náttúrulega leiðinlegt fólk líka. Nú á síðasta fimmtudag lenti ég í ...jahh... sögulegri reynslu, þess vegna eruð þið að lesa hana hér.
Ég var í setkróknum á annarri hæðinni en þar er meiri umönnun en á fyrstu hæðinni. Fólk er almennt farið að gleyma en það er mjög misjafnt hvernig gleymskan leggst í þau.
Allavegana.
Þarna er ein kona sem ber af, bæði varðandi líkamlegt og andlegt atgervi. Alltaf hress og skemmtileg og hefur ofsalega gaman af því að segja frá því hvað hún var mikil skvísa í gamla daga.
Laufey.
Það eru hópumræður um fábjánana sem eru að stofna ellingjaflokkinn. Fólk sem á það sameiginlegt að vera nöldrarar og hafa ekki fengið nóg, þó að allir séu nú sammála um mikilvægi flokksins.
Laufey liggur á gólfinu á dýnu og er að hjóla í loftinu um leið og hún horfir á "The bold and the beautyful", skyndilega heyri ég læti fyrir aftan mig og það sjúkraliðar að hlaupa í áttina til okkar með sjúkling í rúmi.
Nú kemur röð ótrúlegra atburða.
Ég snýst á hæli en um leið rekst sjúkraliðinn í mig. Við það valt ég yfir stólaröðina og gróf andlitið í túperuðu hárinu hennar Laufeyjar. Það er ekkert jafn ógeðslegt og sveitt túperað hár, næstum því alveg hart og svo þessi agalega klístraða lykt sem festist inní nefinu á mér. Sem betur fer meiddist enginn. En Laufey hló og hló. Hún sagði að ég væri yngsti karlmaðurinn til að reyna við hana í 30 ár (hún er 82) og að svona hugrekki bæri að verðlauna. Eftir að ég hafði gengið úr skugga um að hún væri örugglega ekkert slösuð, reisti ég hana við. Hún greip utanum um höfuðið á mér og ég hélt að hún ætlaði að kyssa mig á kinnina. Hún kyssti mig hinsvegar beint á munninn og smellti svo andlitinu mínu ofaní brjóstaskoruna... Sem er enn töluverð.
Langi Sleði var forviða og forundraður og það eina sem mér datt í hug var slagorð Vodafone sem stendur á hlaupabrettinu í World Class: "Gríptu augnablikið og lifðu núna!"
Ég vona að ég verði svona skemmtilegt gamalmenni!

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

áfram Laufey!

Langi, nú hefurðu lifað...

8:55 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter