Monday, December 11, 2006

...kvein

...á laugardaginn eldaði eiginkona Langa Sleða, dýrindis nautalundir í bernaise sósu, með bökuðum kartöflum, gufusoðnum sykurbaunum og gulrótum í hvítlaukslegi.
Á sunnudaginn, fór hún svo eldsnemma út í kuldann, náði í bakkelsi í morgunkaffið og eldaði svo andabringur í villibráða/appelsínusósu.
Í kvöld hinsvegar var salatsamloka, egg og bollasúpa á boðstólum.
Nú leita ég logandi ljósi að fordæmisgefandi dómum um hegðun eiginkvenna í eldhúsi, þar sem ég held því fram að það sé ekki sanngjarnt að láta magann upplifa svona miklar sveiflur í fæðuvali.
Einu heimildirnar sem ég hef fundið eru geymdar í Árnasafni, á skinnbandi... Eldamennska í íslenskum torfbæjum.
Ég bind miklar vonir við að þetta rit leysi vandamálin mín og komi til með að leiða konuna á rétta braut.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Husk hvad blomster kan gøre.....

9:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Æ, Langi minn - thú átt svo bágt!

12:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hygg að það sé við hæfi að Langi-Sleði geri þá kröfu til konu sinnar að hún lesi vandlega "Leiðarvísi í ástamálum, fyrir ungar stúlkur" en þar er því svo lýst hvernig eiginkona leysi best af hendi hlutverk sitt:

"Með því að vera heimilisrækin, geðgóð, stjórnsöm, þolinmóð, þrifin, réttsýn, sparsöm, starfssöm, gestrisin, vingjarnleg við heimilisfólkið og ástúðleg við manninn sinn."

Ennfremur:

"Góð kona tekur þátt í störfum manns síns og fjasar eigi sýknt og heilagt um það, hve mikið hún hafi að gera og hversu þetta eða hitt sé erfitt. Þegar hann kemur heim frá vinnunni, byrjar hún eigi á að segja honum, að nú hafi krakkarnir brotið „rósótta bollann“ eða týnt gaffli eða hníf, né að grauturinn hafi brunnið við, vegna þess, að potturinn, sem hann hafi „skaffað“ henni, sé „svoddan óræsti“,—heldur snæðir hún með honum fyrst og kemst eftir, hvernig á honum liggi. Síðan ber hún upp fyrir honum sín vandamál og leitar ráða hans."

Þess má vænta að frúin sýni viðkvæmri vömb þinni meiri nærgætni að lestrinum loknum.

9:29 PM  
Blogger Unknown said...

kvein! meira...

2:33 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter