Monday, January 08, 2007

...forundran

...stundum koma fréttir í sjónvarpinu og útvarpinu sem fá forundrunargeðsveiflurnar hans Langa Sleða á flug.
Sem dæmi um svona mál er kosningamálið "ókeypis leikskólar".
Hver hélt í alvöru að leikskólarnir yrðu ókeypis... rétt upp hendi?
Í staðinn fyrir að borga fyrir þitt/þín börn í stuttan tíma, borgarðu alla þína ævi! Frábær díll það!
Nýjasta forundranmálið kom hinsvegar fram í dag. Rannsókn sýndi fram á það að kynlíf dregur úr streitu!
Hvað í andskotanum eruð þið búin að vera gera ef að þið vissuð þetta ekki?
Mig grunar að það séu töluvert fleiri en ég með ógnarmagn af ostum í ísskápnum hjá sér. Fyrirtækjagjafir! Hvenær ætli ostur detti úr tísku og hvað kemur í staðinn? Ég giska á flísbuxur!

Æ ég þarf að fara að sofa, ætla að eldast í nótt!

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"Í staðinn fyrir að borga fyrir þitt/þín börn í stuttan tíma, borgarðu alla þína ævi!"

Já, skólakerfið og heilbrigðiskerfið fúnkera líka svona. Fjandans bögg að þurfa að borga skólagöngu annarra manna barna og krabbameinsmeðferð fólks sem maður þekkir ekki neitt. Leigubæturnar eru nú einn skandallinn, hvaða fátæklingur sem er getur búið í húsnæði í stað þess að hrófla upp pappakössum til að liggja í á næturnar. Auðvitað ættu þeir sem hafa vit á að vera ungir, heilsuhraustir og barnlausir bara að fá að vera viðbjóðslega ríkir í friði.

7:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sofðu nú Sleði minn, þú virðist vera bæði stressaður og pirraður. Kannski smá uppáferð gæti hresst þig við ;)

12:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

"Ókeypis leikskólar" eru algjört kjaftædi. Audvitad borgar madur bara fyrir börnin SÍN thad leikskólapláss sem thau nota í thann tíma sem thau eru thar. Punktur og basta.

10:30 AM  
Blogger Unknown said...

Gleðilegt ár Langi! Nei there's no such thing as a free lunch ha? ég rétti ekki upp hönd..

10:27 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter