Tuesday, October 30, 2007

...trobbúl

...Langi Sleði var að horfa á fréttir stöðvar 2. Það er svosum ekki fréttnæmt. Hins vegar stakk það hann eilítið þegar kynnt var "förðunarnámskeið fyrir konur sem eru að jafna sig eftir krabbameinsmeðferð". Það stakk einungis fyrir þær sakir að "fréttamennirnir" spiluðu lagið "trouble" með Coldplay undir fréttinni. Hér er linkur á textann... og ég held að við getum sammælst um að kalla lagavalið.... óheppilegt... og jafnvel eðlilegt að fréttamaðurinn upplifi sjálfur smá trobbúl uppúr þessu.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Blogger Fríða said...

Þú bloggaðir!

8:56 PM  
Blogger Langi Sleði said...

Já :-) bloggið tók sig upp eins og gömul meiðsli

10:49 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter