Sunday, March 11, 2007

...egill helga

...svaraði spurningu minni varðandi mjólkur/landbúnaðarniðurgreiðsluna sem var falin í verðsamanburði ríkissjónvarpssins. Það kom í ljós að landbúnaðurinn er niðurgreiddur um einhverja 14 milljarða, sem samsvarar 20 þús kr á mánuði á 4 manna fjölskyldu.
Sem er gott og algerlega í takt við þá ósk okkar að við séum örugglega með dýrasta landbúnað í heimi. Ég held að það sé jafnvel betri tilfinning að vita það... en að vinna í eurovision!!
Menn veltu því einnig fyrir sér hví vinstri grænir hefðu svona mikið brautargengi.
Mér sýnist það nú vera frekar augljóst þar sem þeir, ásamt sjálfstæðisflokknum, eru eini flokkurinn sem reynir að eiga einhverja stefnu.
Samfylkingin er löngu hætt að þykjast hafa einhverja stefnu, enda hefur það ekkert gengið upp þar sem þeirra stefna er einungis sú að vera ósammála sjálfstæðisflokknum.
Einnig er ekki hægt að taka mikið mark á tilviljanakenndum handaveifingum framsóknarflokksins, sem á eftir að slá heimsmet og fá neikvætt fylgi í næstu kosningum og ég sé Valgerði fyrir mér í þegnskylduvinnu við að skúra gólf.
Frjálslyndir... eru í besta falli flokkur með ljótt merki.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ohhhh, hvað ég sakna íslenskra landbúnaðarvara. Væri alveg til að borga 20.000 kr aukalega á mánuði ef ég gæti fengið þó ekki væri nema bara smá íslenskt lambakjöt, skyr og íslenskt smjör.

1:33 PM  
Blogger Andri said...

EIns og íslenskur landbúnaður eigi bara eftir að gufa upp á einni nóttu ef þeir hætta að hella peningum í þetta rusla kerfi.

"Samfylkingin er löngu hætt að þykjast hafa einhverja stefnu, enda hefur það ekkert gengið upp þar sem þeirra stefna er einungis sú að vera ósammála sjálfstæðisflokknum."

Fer þetta nú ekki að vera svolítið þreytt klisja?

2:21 PM  
Blogger Langi Sleði said...

gunna: Það er svona að vera rich bitsj trophy wife í bretlandi!
Pantaðu þér líka bara prins póló eins og sófía hansen gerði þegar hún var í sólarlöndum!!! :-)

andri: Munurinn á þreyttri klisju og ómerkilegri staðreynd er oft svo lítill.

6:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk elsku Sleði minn. Ég hef reyndar oft verið kölluð rich bitsj með réttu, en þetta er í fyrsta sinn sem ég er kölluð TROPHY WIFE.

Ég er bara í skýjunum (sagt á innsoginu).

Eru annars ekki Trophy wifes fyrrverandi eða núverandi fegurðardrottningar eða eitthvað í þá áttina? Bara svona til að ég sé nú í skýjunum af réttum forsendum ;)

9:11 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter