Wednesday, November 28, 2007

...pisshissa

...var orð sem Langi Sleði notaði stundum sem barn.
Reyndar hefur hann lengi ætlað að blogga og stundum staðið í þeirri meiningu að hann hafi í raun og veru bloggað... en því hefur ekki verið að heilsa... og því pisshissi heilsað.

Langi Sleði varð einnig pisshissa þegar hann kom heim með bókina "Dauði trúðsins" eftir Árna Þórarinsson... byrjaði að lesa bókina og komst að raun um að þetta var ekki ævisagan hans Guðna ráðherra. Þetta fór í flokk með topp tíu vörusvikum ársins.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Blogger Fríða said...

hæfilegur fjöldi heimsókna á þessa síðu virðist vera sirka ein í mánuði

11:59 PM  
Blogger Fjóla Dögg said...

Maður verður nú barasta pisshissa að sjá eitthvað nýtt hérna.

11:58 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter