Sunday, December 16, 2007

...fríþankar

...ég skil ekki af hverju það eru svona ótrúlega margar vélhjólaleigur hér á Indlandi. Umferðarmenningin er nefnilega þess eðlis að maður þyrfti að vera verulega þjakaður af sjálfsmorðshvöt, til að detta það í hug að prumpa um á skellinöðru á þessum vegum. Virðingastiginn á vegum úti ætti nú samt ekki að vefjast fyrir neinum. Efst tróna kýrnar, skreyttar eður ei. Næst koma stærstu faratækin, vörubílar og rútur sem líta yfirleitt út eins og skreyttir ruslahaugar. Þar fyrir neðan koma svo lúxusbílarnir, sem eru án undantekninga með ógegnsæjum rúðum... og fara hratt. Þvínæst koma venjulegu bílarnir, bílarnir sem okkur finnast svo mjóir á Íslandi að það er nær ómögulegt að koma 4 dekkjum undir þá... Indverjar leystu það snilldarlega og minnkuðu bara dekkin líka. Þau eru svipuð að stærð og hjólbörudekk..... eða minnsta pizzan hjá dominos.
Þar fyrir neðan koma svo mótorhjólin, mörg hver varin með stálstöngum að framan, því ekki ef heldur þegar klesst er á þá fara fæturnir ekki endilega alveg í hakk. Útúrdópaðir hippar, bruna á vit forfeðra sinna, daglega hér í Goa. Neðst eru þó skellinöðrurnar, sem fólk leigir án nokkurra skilmála. Eins og sagt er... það er roadkill waiting to happen. Það setti reyndar svip sinn á brúðkaupið í gær að gestir sem voru búnir að drekka allan daginn ákváðu að þau væru í standi til að skellinaðrast heim á hótel, þar sem þau væru of drukkin til að ganga. Það endaði hins vegar illa og þau enduðu ferðina á vegg og eru á sjúkrahúsi þessa stundina. Veit að systur mínar hugsa... "þeim var nær!"...og það geri ég líka.
Fleiri ferðasögur má lesa hér

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér reiknast til að þú eigir afmæli í dag! Til hamingju með daginn elsku karlinn minn,

daman í Madrid.

10:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bara til að fyrirbyggja misskilning þá var það ekki ég sem skrifaði þetta síðasta komment :) Var búinn að óska þér til hamingju ... Ottó fær afmæliskveðju þessa dags

2:31 PM  
Blogger Langi Sleði said...

Takk fyrir það elskurnar!

10:28 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter