Landsbyggðin og iðnaðarmennirnir
Skemmtilegir þessir iðnaðarmenn utan af landi.
Búinn að hafa 2 iðnaðarmenn í vinnu núna undanfarið. Þeir eru bræður og líta báðir út eins og Bjössi bolla, í bláum vinnugalla (kallaðir Vambi og Bumbi).
Þeir hafa innbyggt verkvit, því ef þeir þurfa að hengja snaga upp á klósett, þá eru þeir ekki að setja eina litla skrúfu í snagann. Nei heldur setja þeir upp 2 bolta sem halda 5o0 kílóum hvor. Hver notar ekki 1000 kílóa snaga inn á salerni, ef hann er fyrir hendi... ég bara spyr.
Í dag voru þeir að vinna hinum megin við vegginn og voru að setja upp hillur. Það var náttúrulega allt saman boltað til dauða og verður hægt nota þessa hillu sem bílastæði í framtíðinni. Eitthvað misreiknuðu greyin sig í lengdinni á múrboltunum því þeir enduðu á því að bora í gegnum vegginn, og brutu með því flís í baðherberginu.
Þá sagði Bumbi: "Helvítis,.. mar..., ég boraði í gegnum vegginn, og ég sem var bara rétt byrjaður að bora."
Vambi: "Djöfullinn, þessir veggir eru nú bara ekki neitt.. neitt. Svona álíka þykkir og brauðsneið".
Vambi sýndi með fingrunum hvað venjuleg brauðsneið var þykk og á hans heimili er hún svipuð að breidd og eins líters mjólkurferna... sem mér þótti mjög fyndið.
tjahh.. Þetta var lína dagsins..
ykkar
Langi Sleði
0 Comments:
Post a Comment
<< Home