Thursday, August 03, 2006

...væntanlega

...koma einhver orð að lokum.
Það er þó þannig að einhvern veginn, þá veit ég ekki alveg hvernig ég á að byrja!
Amma Langa Sleða er kjarnorkukona, þó kjarnorkan sé farin að dvína á nítugasta aldursárinu... og þó!
Við erum að tala um konu sem sparkaði upp hurðum ef henni sýndist svo og afi minn var ekki að tvínóna við hlutina þegar hann sá þá kosti sem hún hafði að bera... Umfram hurðatrikkið!
Amma er orðin svolítið völt á fótunum og um daginn datt hún og mjaðmagrindarbraut sig. Það hindrar hana þó ekki í því að halda áfram að búa ein.
Iss, hún þarf sko ekki að flytja!
Morguninn eftir mjaðmaaðgerðina, vaknaði hún, hálfvönkuð! Nikótínskorturinn var farinn að segja verulega til sín.
Langaamma: "æji, ég ákvað bara að hætta þessu!"
Langi Sleði: "já en að hætta reykja eftir 65 ár, fékkstu ekki fráhvarfseinkenni... viltu ekki plástra eða töflur eða eitthvað svoleiðis?"
Langaamma: "æji, nei nei, það er nú bara pjatt ég þarfnast þess ekkert"
...þessi kona hætti að reykja eftir 65 ár eins og ekkert væri auðveldara. Ég á æðislega ömmu!
Sem afleiðingar af þessari sígarettusögu, þutu milljón reykingasögur hjá á ljóshraða,

konan sem reykti vindla því hún saknaði þess að eiga ekki mann,

konan sem bruddi nikótíntyggjó eins og henni væri borgað fyrir það því að hún átti ekki mann til að dreifa athyglinni,

konan sem reykti eiginlega ekki sígarettur heldur bara pappír, því hún leit svo fjári vel og sexí út með sígarettu í hendinni, hún var líka að reyna að lokka til sín mann.

konan sem hætti að reyna að feika það að hún reykti opinberlega, því hún var svo upptekin við að reyna að lokka til sín mann.

konan sem byrjaði að reykja til að storka öllum náttúrulögmálum krabbameins.

Allar skrítnu sturturnar sem Langi Sleði hefur tekið að morgni dags til að þvo stybbu miðbæjarþokunar af líkamanum.

Annars held ég að ég verði að fara að finna mér nýjan sundtíma. Þroskahefta kærustuparið, er farið að hafa varanleg áhrif á kynhvöt mína, þar sem ég er upp undir 2 daga að jafna mig eftir óhuggulegheitin.

Af hverju heldur hann að hann þekki mig?

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Blogger Jóda said...

Ef þetta er það par sem ég held að þú sért að tala um, þá heldur hann minnst um að hann þekki þig, hann er svona við alla sem á hann horfa. Hef sjálf lent í þessu (oftar en einu sinni - því það er gaman að fylgjast með honum)

8:30 AM  
Blogger Langi Sleði said...

Já, þetta eru þau! :-) Gæsahúð á heilann. Velkomin frá Krít.

9:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Umrædd amma er algjört ædi - geri adrir betur!!

12:17 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter