Tuesday, July 19, 2005

hálfkveðnar vísur

Einn lesandi minn, er ... stútfull af kvenlegu innsæi. Eða ég leiddi hana eitt sinn í sannleikann um það að hver einasta bloggfærsla er uppfull af meiningu. Það sem er í gangi í lífinu mínu, umhverfis mig og all around. Ég hef þurft endursegja suma pistla frá orði til orðs, hef gert það með glöðu geði... Hún er klár stelpa.
En hvað um það... ég ætla ekki að skýra út póstana mína, þetta er mín aðferð við að fást við spéhræðsluna í skjóli skjásins.

Ég hef ekki áhuga á því að búa til misskilning, þannig að ég hef frekar valið að láta ykkur skilja ekki neitt, eða lítið, eða allt.

Sem er allt í lagi. Snýst aðallega um lesturinn, og brosið, hinumegin við skjáinn.

góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

:)

3:10 AM  
Blogger Gadfly said...

Enda lítið varið í skrif sem ekki er hægt að skilja nema á einn veg. Slíkir textar eiga prýðilega við leiðbeiningar með öryggisbúnaði og eiturefnum.

12:04 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter