Monday, June 13, 2005

Í skotum sálar minnar...

er alltént allt of sjaldan tekið til. Og þegar tiltektar er krafist, kostir og gallar, lestir og brestir, hvenær varstu verstur og hvenær varstu bestur. Hoppaðu upp og lokaðu augunum, bentu í austur, bentu í vestur, bentu á þá sem að þér þykir best. En ég er bara ég, í kompaníi við allífið, lifi með kostunum og göllunum í einskærri gleði og harmóníu... þótt gallarnir mínir, geti reynst kostir í afartilvikum og kostirnir, gallar í annarra augum. Því hlýt ég að vera samansafn af sérvöldum kostum og göllum, skilgreinanlegum, sem gerir mig þó að því sem ég er. Þar sem skilgreiningar er ekki krafist, er hún óþörf.

Snýst lífið um það?? Englagrautur og Sápuópera, hafa skrifað orðræður um drauma, væntingar. von, trú, ást og fiðrildi. En einhvern veginn fæ ég það á tilfinninguna að þær vilji bara skilgreina sig í augum annarra. Eða að finna þörfina til að skilgreina sig og kalla það svo ást.

Þær vantar mann með stór eyru, góða sál og vöxt. Mér datt í hug Megas. Two out of three aint bad.

góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter