Wednesday, June 08, 2005

þurrkun

...það kemur sá tími í lífi hvers manns að það þurfi að endurnýja sundhandklæði.

Ég man ekki hvenær mér áskotnaðist fyrsta sundhandklæðið, sem enn er í notkun, en það eru allavegana 10 ár síðan.
Ég man líka þegar þykk og notaleg handklæðin vöfðust um mann af ástríðu. Nú vefst þeim ekki einu sinni tunga um tönn og eðlilegra væri að kalla þetta tuskur, frekar en handklæði. Nú á næstu dögum verður lagerinn endurnýjaður.

Þetta minnir mig líka á IKEA viskustykkin sem þurrka ekki bleytu, færa hana bara til. Hvaða snillingi datt það í hug?

góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Blogger Jóda said...

Ég hélt að ég væri ein í heiminum sem væri í vandræðum með IKEA viskustykkin. Hvarflaði hreinlega ekki að mér að framleidd væru svona léleg viskustykki, ég hlyti bara ekki að kunna að þurrka með þeim.

10:09 PM  
Blogger inga hanna said...

Ég hef aftur á móti ekkert tekið eftir þessu - samt nýbúin að fá mér nokkur! Annaðhvort virka þau vel eða athyglin hjá mér illa :)

10:11 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter