Saturday, September 24, 2005

...en samt fimm atriði

1. Ég lærði á píanó, hjá afa emilíönu torrini.

2. Ég fékk einu sinni sólsting í Singapore, fór í búðir og lét sauma á mig þrenn jakkaföt, og 10 skyrtur.

3. Ég hef aldrei þolað körfubolta, enda er það eina íþróttin sem ég hef prófað sem mér hefur þótt leiðinleg. Ég er gjörsneyddur körfuboltahæfileikum. Finnst búningarnir, ermalaus bolur 5 númerum of stór, stuttbuxur 20 númerum of stórar, endalaust hallærislegir.

4. Ég hef árangurslaust reynt að þyngja mig, en aldrei reynt að grenna mig.

5. Oft á ég erfitt með að segja hvað mér finnst. Það er vegna þess að mér er oft nákvæmlega sama. Þoli ekki að þurfa að feika áhuga, geri það samt því að ég nenni ekki endalausum konfrontasjónum.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bjánalegt að feika áhuga. En skil þig, maður gerir þetta sjálfur.

7:37 PM  
Blogger The random thinker said...

Mér finnst nú hálf lummó að þú segir ekkert hver þú ert. Prófíllinn gæti eins verið fílapensill.

5:43 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter