Tuesday, September 27, 2005

...ýmislegt angrar angurværan

vetur konungur er genginn í garð. Kaldasti september í hundrað og áttatíu ár.
Smjattið á því.
...líklega er það ekki ég

Kertaljósabirtan loks farin að mæta nógu snemma til að verða rómantísk, vantar samt enn augun hinumegin við logann, ekki alveg orðinn það desperat að ég komi upp spegli.
Fékk samt heiftarlegan varaþurrk, í kuldakasti síðustu daga. Var mjög ánægður með það og reyndi að feika hann sem kossageit. Langt síðan hún hefur plagað mig.
...líklega er það ég.

Innlit útlit var í kassanum og þar var búttuð stelpa að innrétta íbúðina sína.
Líklega er það bara ég, og yfirleitt ER það bara ég en ég sprakk úr hlátri þegar hún sýndi eldhúsið, það var SÓFI í eldhúsinu. Er það ekki aðeins of röng staðsetning þegar maður ætti að eyða minni tíma í eldhúsinu.
...líklega er það líka ég.

góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta snýst ekki um að vera of mikið í eldhúsinu. Held að það sé ekki hægt. Held að það snúist um að gera réttu hlutina þar...ekki endilega djúpsteikja hnetusmjörs beikon...
ég veit að ég á eftir að eyða ómældum tíma í eldhúsinu mínu þegar það verður loksins tilbúið, og græt það sárt að ekki sé pláss fyrir sófa.
Jóda

8:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mmmmm.... thad hlýtur ad koma mjúk og thægileg fitubrák á sófann (gæti gefid honum smá glans!).
Thú veist hvernig thad er thegar madur thrífur eldhúsid sitt, thá er fituklístur á ótrúlegustu stödum, og ábyggilega ekki thessum sófa undanskildum!
BugBuster!

1:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ættir að fá þér spegil - það myndi leysa fleiri vandamál en þig grunar...

10:17 PM  
Blogger Langi Sleði said...

Jóda: Held að þú borðir heldur ekki mikið allan þann tíma sem þú dáist að nýja eldhúsinu þínu. to be.

Anoní: já ég sé mylsnu og subbubletti í nýrri vídd.

Anoní2: Ég fatta ekki málið með spegilinn? Er verið að skora á mig að fara í klippingu eða lýtaaðgerð?
Er nefnilega með spegil og ekkert gerist.. nema ég er kominn með kerti 2 fyrir 1..
Sparnaðarráð bónuss.

12:32 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter