Saturday, September 24, 2005

...og svo var ég klukkaður

veit ekki hvað gerðist þá. Ég fór að hugsa, 5 atriði um sjálfan mig. 5 tilgangslaus atriði. Einhvern veginn urðu öll atriði sem mér duttu í hug, tilgangslaus. Fær mann einhvernveginn til að hugsa allt öðruvísi.
Hvað skiptir máli? Vinirnir, familían, vinnan, heilsan. Á þetta allt með kostum og göllum.
Samt.
Á maður ekki alltaf að vera stefna að einhverju mikilvægu?

Er lífið eins og lítill klefi í Síberíuhraðlestinni? Landslagið breytist, en maður er meira og minna eins. Ætli fólkinu í hinum sætunum, leiðist, líka. Er ég búinn að gleyma mér í amstrinu, við að vera til? Mánuðir liða einn af öðrum, safnast saman í ár og enginn lætur mann vita af hverju tíminn líður alltaf hraðar og hraðar.
Svo kom hún anna.is og klukkaði mig. Eins og einhver hafi á endanum náð því að fara jafn hratt og Síberíuhraðlestin, stokkið um borð í James Bond átfitti, til að klukka, Ustinov og mig. Aldeilis magnað.
Man ekki einu sinni eftir því af hverju ég fór um borð í þessa lest.

góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter