Sunday, October 09, 2005

...áhugavert eða kannski ekki svo mjög

en það er líklega afar persónuleg skoðun.

Ég fékk afar áhugaverða spurningu í anóní kommentakerfinu mínu í síðustu færslu.

Anonymous said...

Langi-sledi!
Af hverju ertu svona einsog þú ert?
hver er ástæða þess að blár er blár, grænn er grænn og þú einsog þú?

Vísindalega, eru mjög margar ástæður á bakvið liti, ég las það einhvern tímann. Ástæðum lita er hægt að skipta í fimm flokkar og fimmtán undirflokka. Man þetta ekki svo gjörla.
En þá er ekki tekið tillit til þess, þegar sálin verður blá, eða þegar vorið vex innra með þér og blómstrar. Eða þegar brimið brýst fram úr augnkrókunum. Glóandi áhugi, brennandi þrá, allt á þetta sína einkennisliti.

En af hverju er ég eins og ég er, það er miklu flóknari og erfiðari spurning. Skrítið að blanda þessum tveim saman.
Að hvaða leiti velur fólk þá hluti sem hafa áhrif á það, skilgreina sig og að hve miklu leiti gerist það ósjálfrátt.
Og fyrst við erum komin út í þessa umræðu, hver erum við, hvortsemer?
Er ég eitthvað frekar það sem ég held mig vera eða það sem þið haldið mig vera?

Sápuópera var með fyrirlestur um mennskuna um daginn, og kannski hefur hún rétt fyrir sér. Er ég kannski aðeins og ákkúrat það sem hún heldur mig vera?
Nei líklega ekki. Felur þetta í sér að tvær manneskjur sem gera nákvæmlega sömu hlutina, verði sama manneskjan? Kannski ætti ég að hætta að kalla mig Langa Sleða, og kalla mig bara ...Anóní... nú eða Benóní.

Nei, ég held að skilgreiningar af þessu tagi virki aldrei í samfélaginu, ekki frekar en stjörnuspáin.

En að íhuguðu máli þá get ég sagt eftirfarandi.
Ég er það sem ég er, að örlitlum hluta til, vegna þess að ég skilgreini mig sem þessa manneskju, að hluta til hluti af því sem allir aðrir skilgreina mig á mismunandi hátt. Persónubundið.

... og kannski .... en vertu þó ekk'of viss,
heyrist bank, dingl, um lúgu læðist ...ég.

Kannski er ég bara misskilinn í kúlinu eftir allt saman.
Hvað um það!

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Með fullri virðingu fyrir sápuóperu þá held ég mér frekar við Merlaeu Ponty.
Þú ert, þar sem þú uppgvötar þig í gengum líkamann þinn og þitt innra sjálf, semog félagslegt og menningarlegt umhverfi.

12:56 PM  
Blogger inga hanna said...

allt í lagi að vera misskilinn svo lengi sem það er í kúli!

5:52 PM  
Blogger Langi Sleði said...

anóní: Stundum finnst mér merkilegra að vitna í póstinn Pál, en Ponty!

inga hanna: Nákvæmlega, eins og ég segi: áfram sjálfhverfa!

9:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

páll, pósturinn og ponty eru allir merkilegir.
mér finnst þú líka merkilegur

10:57 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter