Saturday, October 01, 2005

...og fjallið sagði: Ókei!

og gafst upp á að bíða eftir Mér.

En fjallið fann loks leið til að eyða mínu persónulega atgervi.

Ég var orðinn eins og nýfæddur músarungi, hálfblindur og hárlaus, þegar ég rambaði loks inn á mann sem stakk tækjum framan í mig og fór að spyrja mig út í punkta. Ég hélt fyrst að hann væri einhver perri með leoparda-fetish, þegar hann sagði: "Þú sérð bæði skakkt og illa". Hókus pókus og hann opnaði heiminn.

Hálfum mánuði síðar, fékk ég vinkonu mína til að fara með mér að velja gleraugu, enda er hún þekkt fyrir smekklegheit. Já, og reyndar miklu meira, en við látum það liggja á milli hluta í bili.
En.
Í búðinni var kona á léttasta skeiðinu.

Langi Sleði: "Góðan dag mig vantar gleraugu"
Búðarkona: "Frábært, hvað ertu með nærsýni, fjærsýni, sjónskekkju?"

Langi Sleði: "allt saman bara"

Sagði ég og rétti henni miðann sem sjónglerjafræðingurinn lét mig fá um daginn.

Búðarkona: "látum okkur nú sjá, ég ætla ekki einu sinni að sýna þér ÞESSA umgjörð því hún er svo dýr... má ég samt sjá hana á þér"

Hún rétti mér umgjörðina og horfði á vinkonu mína.

Henni var náttúrulega alveg nákvæmlega sama hvað umgjörðin kostaði og þegar búðarkonan sá engin viðbrögð frá henni. Vissi hún að ég mátti alveg eyða svona peningum í umgjörð.

Í staðinn fyrir að spyrja bara!

En þetta átti eftir að versna.
Hér eftir var ég bara til í þriðju persónu eintölu.

Ég mátaði 4-5 umgjarðir og svo sagði hún við konuna mína: "Ég er alveg búin að sjá hvað ég myndi velja á hann". Svo fór hún að vinna í að mýkja upp konuna mína með því að dást að því hvað við værum bæði haust.
Að lokum voru þær að máta gleraugu á hvor aðra, og ég stóð með tvær umgjarðir í hendinni álíka merkilegur búðarpoki útí horni. Sem þó mátti ekki gleymast.

Það fór svo að ég valdi aðra umgjörðina, kom ekki á óvart að það sama umgjörð og búðarkonan valdi, enda ég búinn að missa allt sjálf.
Loks skrifaði hún svo reikninginn og ég rétti henni kortið mitt.
Svo virtist sem meira að segja kortið hafði tapað sjálfinu og og reikningstofa bankanna nennti ekki einu sinni að svara mér. Svona eins og þegar sjálfið er orðið svo lítið að sjálfvirkir hurðaopnarar, nenna ekki að virka fyrir mann.
Að lokum rann þetta þó í gegn og mér var leiðbeint út úr búðinni.
Settumst svo þrjú á notalegt kaffihús þar sem við ræddum meðal annars hverfitregðu karlmannssjálfsins í hjónabandi. Hvað er eiginlega að ykkur konum! Þetta endalausa röfl um jafnrétti. Er ykkur alvara? Þið stjórnið heiminum.

Góðar stundir
Langi Sleði

8 Comments:

Blogger Gadfly said...

Fór búðarkonan með ykkur á kaffihúsið???

1:20 PM  
Blogger Langi Sleði said...

Nei, reyndar var það afkvæmi smekklegu konunnar!

Samt góð hugmynd!

7:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Athyglisverð þessi vinkona sem breyttist í "konuna þína"! Tell mí mor...

9:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hildur, það er fullkomlega eðlilegt að hann tali um mig sem konuna sína í þessu samhengi, ég varð konan hans inni í búðinni. Ég beið eftir að konan spyrði hvort þetta væri eina barnið okkar og hvort við ætluðum að eignast fleiri...

Já.. best að ég taki fram að ég spurði hann, oftar en einu sinni, hvað honum fannst um umgjarðirnar sem sölukonan var að sýna mér - á honum. Hann horfði bara á mig og það heyrðist svona "eehheerrr" hljóð, því ég held að hann hafi misst málið af hræðslu.

Ég spái því að það þurfi súperkonu til að draga Langa Sleða upp að altarinu eftir þetta kúltúrsjokk.

10:34 PM  
Blogger Langi Sleði said...

jamm, ég viðurkenni það. Ég missti það algerlega í búðinni. Þetta er örugglega eitthvað Guinness world record.

12:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kæri langi-sledi,
Thegar madur dettur af baki, er ekki um annad ad ræda en ad fara aftur upp á hestinn.
Good luck!!

6:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

en hvort erud thid haust eda vetur?

11:01 AM  
Blogger Langi Sleði said...

Við erum víst vetur, eða ég haust og hún vetur. Ég man það ekki. Giskaði bara. Það var eitthvað í sambandi við það að við gátum bæði púllað svart.

1:30 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter