Sunday, November 06, 2005

...að fylla í gamlan brunn

er svona aðgerð sem fólki þykir erfið.

Okkur þykir mun hentugra að loka hurðum á viðkomandi, því það er auðveldara að opna þær aftur.
Kannski er það líka einhver óvær þráhyggja, eða vær hugsun, að vita af einhverju hinumegin við þilið.
Hugsanlega einhver kokteill af þessu tvennu.

Að fylla í brunn, er miklu alvarlegri aðgerð. Það að hlaða skóflu eftir skóflu, raða saman efni, ofan á uppsprettu minninga. Að nærast aldrei framar á þessum gamla brunni.
Þessum brunni sem tæmdist, kannski allt of fljótt, kannski allt of seint, kannski allt of illa.
Vandræðin felast fyrst og fremst í því að einhverra hluta vegna, er manni sjálfum gersamlega ómögulegt að sjá til botns í þessum gömlu brunnum.
Ef maður á brunn sem er kviksyndi, hvað þá?

Ég býð engar skýringar á því. Ég býð engar skýringar punktur.

En eins og við segjum, það er ekki loku fyrir það skotið að ég kaupi mér skóflu í vikunni til að hefja brynningu.

Eníveis... its cocktail hour!

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Blogger Jóda said...

Akkúrat nákvæmlega...
Vel að orði komist minn kæri

9:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gott á meðan skólfa dugar. Ég þyrfti að verða mér úti um stórvirkar vinnuvélar.

11:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú virðist vera einsog mjúkt, bogið lakkrísrör innanum systur þínar í hinum íslenska sjálfseinblínda moldvörpuheimi.com
Hvað varð um allt fjörið þitt, gamli?

4:17 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter